Piparkökubakstur

Síðustu daga er búin að vera sannkölluð jólastemming í Sæmundarskóla þar sem um ganga hefur lagt sætan ilm af nýbökuðum piparkökum. Þegar runnið er á ilminn er komið að heimilisfræðistofunni þar sem nemndur úr 5. bekk hnoða og fletja út deig, skera út og baka piparkökur undir hljómum kunnulegra jólalaga. Það má sjá nokkrar myndir frá bakstrinum í myndasafni.