Skip to content

“No body, no crime”

Hér er hún Bára Katrín nemandi í 10. bekk að fara á kostum, en hér segir hún frá tilurð myndarinnar sem hún vann í myndmennt.
Myndasagan er unnin útfrá laginu: “no body, no crime” af plötunni “evermore” með Taylor Swift.
Sagan fjallar um aðalpersónuna, sem er ekki nafngreind, og bestu vinkonu hennar; Este. Eitt skiptið þegar þær eru að snæða kvöldverð á Olive Garden, minnist Este á grun sinn um að eiginmaður hennar sé að halda fram hjá. Hún segist ætla að ræða málin við hann en nokkrum dögum síðan hverfur hún. Eiginmaðurinn tilkynnir hvarf Este til lögreglu og stuttu síðar flytur hjákonan inn. Vinkonunni þykir þetta furðulegt enda grunar henni að um sé að ræða mikið meira en bara mannshvarf, heldur morð. Hún endar á því að taka málin í sínar hendur til að hefna Este. Eiginmaðurinn sást ekki eftir það.