Skip to content

Á hverju skólaári fara nemendur í 7. bekk í fimm daga ferð í skólabúðir á Reyki í Hrútafirði. Starfið er í öllum aðalatriðum byggt á sömu markmiðum og starf í almennum grunnskólum. Sérstök áhersla er lögð á að auka samstöðu og efla samvinnu milli kennara og nemenda, auka félagslega aðlögun nemenda, að nemendur fáist við áður óþekkt viðfangsefni, kynnist nýju umhverfi og ólíkum lífsmáta svo að eitthvað sé nefnt. Þá fara nemendur 9. bekkjar í Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ. Skólabúðirnar voru starfræktar að Laugum í Sælingsdal frá árinu 2015 en hófu starfsemi sína í gömlu íþróttamiðstöðinni á Laugarvatni í Bláskógabyggð í ágúst 2019.