Skip to content

Nemendaráð Sæmundarskóla

Úr grunnskólalögum 2008

10. gr. Nemendafélag. Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð skv. 2. mgr. 8. gr.

Stjórn nemendafélagsins fer fram í nemendaráði Sæmundarskóla. Nemendaráðið er ein af valgreinum unglingadeildar og geta allir nemendur unglingadeildar valið að vera í nemendaráði. Ráðið er valið til eins árs í senn og hámarksfjöldi er 20 nemendur. Nemendaráðið kýs sér formann og varaformann úr hópi 10. bekkinga sem einnig eiga sæti í skólaráði Sæmundarskóla.

Fréttir úr starfi

Annar bekkur lærir um speglun

Nemendur í 2. bekk gerðu þetta skemmtilega verkefni með perlum en þarna eru þeir eru að læra að spegla um spegilás þannig að myndin verði samhverf.

Nánar