Skip to content

Fjósið frístundaheimili - Fókus félagsmiðstöð

Fjósið
Frístundaheimilið Fjósið er starfrækt eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur til kl. 17:00, fyrir börn í 1. - 4. bekk. Fjósið er í húsnæði Sæmundarskóla við Gvendargeisla 168 í lausum kennslustofum á skólalóðinni ásamt því að hafa afnot af íþróttahúsi. Fjósið tilheyrir sviði sem heitir Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Fjósið er eitt af sex frístundaheimilum sem tilheyra Árseli frístundamiðstöð, en þau eru staðsett í Árbæ, Grafarholti og Norðlingarholti. Við hér í Fjósinu leitumst við að hafa starfið sem fjölbreyttast og skapa börnunum heimilislegt og öruggt umhverfi.fjosid@reykjavik.is
Nánar um Fjósið http://arsel.is/forsida-fjosid/

Fókus félagsmiðstöð

Félagsmiðstöðin Fókus er staðsett í Sæmundarskóla og býður upp á félagsstarf fyrir nemendur í 5. -10. bekk. Starf fyrir 10-12 ára nemendur (5.-7. bekk) fer fram tvisvar sinnum í viku yfir vetrartímann og á sumrin er boðið upp á ýmisskonar smiðjur. Fyrir nemendur í 8.-10. bekk er félagsmiðstöðin opin í hádegishléum á virkum dögum og fjögur kvöld í viku yfir vetrartímann. Fókus gerir mánaðarlega dagskrá fyrir starfið út frá hugmyndum barna og unglingana og er starfið fjölbreytt s.s. ýmsir viðburðir, klúbbastarf og böll. Skólinn og Fókus sjá saman um nemendaráð skólans og standa saman að skipulagningu og framkvæmd dansleikja í skólanum þ.e. haustballs, jólaballs og árshátíðar. Samstarf er einnig um hæfileikakeppnina Skrekk. Starfsmenn Fókus starfa innan veggja skólans í rými félagsmiðstöðvarinnar, eru sýnileg, kynna starfið og hitta nemendur í frímínútum. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu http://arsel.is/fokus/.