Skip to content

Mislitir sokkar og lítill gestur í 7. bekk

Í dag fögnuðu nemendur Alþjóðlega Downs-deginum. Um allan skóla klæddust nemendur og starfsfólk mislitum sokkum  til að fagna og standa með fjölbreytileikanum.  Af því tilefni fengu nemendur í 7. bekk heimsókn frá lítilli stelpu með Downs-heilkenni, henni Elínu Söru. Óhætt er að segja að Elín Sara hafi heillað alla uppúr mislitum sokkunum með brosi sínu og þolinmæði fyrir forvitnum ungmennum. Við þökkum Elínu Söru og móður hennar, Ylfu, fyrir heimsóknina!