Skip to content

Málað með jurtum og blómum

Það var mjög gaman að heimsækja Kjarvalsstaði á dögunum með þennan frábæra hóp nemenda úr 9. og 10. bekk. Við fengum leiðsögn um sýningarnar „Alræði fegurðar“ og „Blómsturheima„ en þar gat að líta verk eftir William Morris og Sölva Helgason. Nemendur ætla að teikna myndir af íslenskum jurtum í kjölfarið og mála með jurtalitum sem þeir sjálfir hafa búið til. Fleiri myndir er að finna í myndasafninu.