Skip to content

Mælt, sagað og borað

Þessa vikuna hafa nemendur í 5. bekk verið uppteknir við að mæla upp efni, saga, bora, pússa og fella saman smíðagrip sem nýtir stöðuorku gúmmíteygju til að kasta strokleðrum þvert yfir smíðastofuna.  Þetta er valslangva sem sumir þekkja undir heitinu valslöngva, katapúlta, snúningsvél, vinda, slöngvivél eða píslarfæri. Hvaða nafni svo sem við gefum gripnum þá er smíði hans kjörið tækifæri til þess að sameina handverk, eðlisfræði og leik. Alltaf gaman í Sæmundarskóla!