Skip to content

Lokaverkefni í 7 bekk

Í vikunni kynnti 7. bekkur lokaverkefnin sín fyrir foreldrum og öðrum góðum gestum. Nemendurnir höfðu kosið að fjalla um umhverfisvernd og mátti sjá í úrvinnslu þeirra fjölbreytta nálgun og ólíka miðlun  á viðfanginu. Fjöldi gesta leit við á sýningunni, naut veitinga og skoðaði kynningar nemenda sem vöktu athygli fyrir þann metnað sem þau sýnilega höfðu lagt í verkefnið. Til hamingju 7. bekkur!