Skip to content

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Árbæjarkirkju 21. mars síðastliðinn. Þær Dagmar Guðrún Pálsdóttir og Margrét Sóley Gunnlaugsdóttir úr 7. bekk tóku þátt fyrir hönd Sæmundarskóla og stóðu sig frábærlega. Dagmar hafnaði í 2. sæti  og ekki vakti upplestur Margrétar minni athygli.

Við óskum þeim báðum til hamingju með góðan árangur.