Lógósamkeppni

Í ár mun Sæmundarskóli taka virkan þátt í Barnamennningarhátíð með þátttöku nemenda í gagnvirkri listsýningu á Kjarvalsstöðum þar sem unnið er með hreyfi- og hljóðafl sem megin viðfangsefni. Í tengslum við þá sýningu fór fram samkeppni meðal nemenda í vali í unglingadeild um lógó fyrir sýninguna. Margar frábærar hugmyndir urðu til en fyrir valinu varð tillaga sem Arna Mist Helgadóttir í 10. bekk setti fram. Í dómnefnd voru Ingibjörg Hannesdóttir verkefnastjóri frá Listasafni Reykjavíkur, Sigurlaug Jóhannsdóttir og Vilma Thorarensen, myndlistarkennarar. Þótti hugmynd Örnu lýsa inntaki sýningarinnar á einfaldan og fallegan hátt. Við óskum henni til hamingju!