Skip to content

Ljósum skreyttur skógur

Jólaballið okkar var haldið í Sæmundarseli fyrir nemendur 1. -5. bekk í morgun. Við röltum út í skóg með höfuðljós og dönsuðum svo kringum jólatréð í ljósaskreyttum skóginum við söng og undirleik. Svo komu svo skemmtilegir jólasveinar öllum að óvörum : ) Það eru komnar inn fullt af myndum í myndasafnið.
Megi þið öll eiga gleðileg jól og hamingjuríkt nýtt ár, takk fyrir árið sem er að líða. Skólinn hefst svo að nýju föstudaginn 3. janúar.