Skip to content

Líf og fjör í 2. bekk

Síðustu vikur hafa verið skemmtilegar hjá 2.bekk. Nemendur hafa unnið allskonar verkefni. Í útikennslu lærðu börnin að telja tugi, æfðu sig að skrifa orð á gangstéttir og lærðu nöfnin á trjánum í umhverfinu. Inni í stofu æfði þau fingarsetningu á tölvu, fóru í samvinnuleiki, reiknuðu orðadæmi, lærðu um málsgreinar gegnum spil, æfðu sig að kubba eftir leiðbeiningum og unnu með tölur upp að hundrað. Ekki má þó gleyma útiveru en gönguferðir og útileikir eru ómissandi þáttur í skólastarfi Sæmundarskóla. Í myndasafni skólans má nú sjá myndir frá starfinu síðustu vikur.