Leikir, pizzur og ís

Í dag gerðu nemendur í unglingadeild sér glaðan dag og skemmtu sér góða stund við leik í hoppikastölum í íþróttasal skólans og gæddu sér síðan á pizzum og ís í hádeginu í boði nemendaráðs. Það var mikið hlegið og margt skrafað og vonum við að allir hafi notið samverunar.