Krakkar í skordýraleit

Um daginn mátti sjá áhugasama og hressa krakka úr 2. bekk að leita vel og vandlega að skordýrum og öðrum pöddum á skólalóðinni sinni. Þessum smádýrum var safnað saman og þau skoðuð hátt og lágt og greind og flokkuð sem hluti af námi nemenda í skordýraþema. Hver veit nema að í hópnum leynist frumkvöðull í skordýrarannsóknum framtíðarinnar.