Skip to content

Könnunarferðir 1. bekkjar

Nemendur Sæmundarskóla sitja ekki auðum höndum frekar en venjulega. Undanfarna daga hafa til dæmis börn í 1. bekk gengið um hverfið sitt með kennurum sínum og kannað nánasta umhverfi. Þau tóku myndir af hvort öðru fyrir framan heimili sitt auk þess að kanna vel og vandlega leikvelli hverfisins. Í myndasafni skólans má sjá nokkrar myndir frá einni slíkri ferð.