Skip to content

Kökupinnar í vali

Í dag sást til nemenda í 9. og 10. bekk að skreyta dýrindis kökupinna í valnámskeiði í heimilisfræði. Aðspurð sögðu þau, að það eina sem þyrfti til kökupinnagerðar væri að baka köku, tæta niður og forma úr henni kúlur, kæla í ísskáp, setja á pinna, dýfa í súkkulaði og skreyta með kremi og kökuskrauti. Girnilegt það!