Skip to content

Jólakaffi í 6. bekk

Í gær fengu nemendur í 6. bekk óvæntan glaðning þegar slegið var upp jólakaffi með heitu kakói, hljóðfæraleik, ljóðalestri og fleiru skemmtilegu. Ævar vísindamaður mætti á skjáinn og spjallaði við nemendur og fræddi eins og honum er einum lagið. Myndir frá þessum atburði má nú sjá í myndasafni skólans.