Skip to content

Jólafríið hafið

Það var mikil jólastemning í selinu okkar í morgun en það er töfrum líkast að ganga útí í myrkrið og koma út í selið ljósum prýtt. Þar var auðvitað sungið og dansað í kringum jólatré og líflegir og hressir jólasveinar á ferli. Yndisleg stund í fallegu veðri. Fullt af myndum af jólaballinu komnar inn í myndasafnið. Gleðileg jól, sjáumst svo 3. janúar aftur.