Skólakynning fyrir foreldra nemenda í 1. bekk

Ritað .

Fimmtudaginn 7. september kl. 18:00-20:00 verður haldin skólakynning fyrir foreldra nemenda í 1. bekk Sæmundarskóla (athugið þessi viðburður er án barna).

Við hvetjum ykkur eindregið til að mæta! Hér fást góðar upplýsingar um skóla barnsins auk þess gefst tækifæri til að kynnast öðrum foreldrum. Súpa verður seld á vægu verði (500 kr).

 dagskrá skolakynning

Listrænar ljósmyndir

Ritað .

 reynisvatn
Strákarnir í 7. bekk í Lundinum eru svo miklir snillingar þegar kemur að ljósmyndun. Þessar myndir tóku þeir á föstudaginn var í góða veðrinu.

Líf á landi

Ritað .

lifalandi 
Nemendur í smiðju í hönnun og smíði gefa allt í vinnu sína. Í þessari smiðju kynnast þeir umhverfislist og skapa með eigin höndum ímynduð dýr og finna þeim stað í nærumhverfi skólans þar sem þau gætu lifað og dafnað. Samvinna í list og verkgreinum og náttúrufræði. Fleiri myndir á facebooksíðu skólans. 

Könguló, könguló...

Ritað .

 heimilisfraedi
Aldeilis stórar og myndarlegar þessar köngulær sem urðu til í heimilisfræði en nú stendur yfir köngulóarþema í 2. bekk. Fleiri skemmtilegar myndir má finna á facebook síðu skólans.

Gaman að byrja í skóla

Ritað .

staerdfraedi 
Á myndinni má sjá nemendur í fyrsta bekk sem eru að hefja skólagöngu sína í grunnskóla. Krakkarnir voru að vinna stærðfræðiverkefni og voru mjög áhugasöm. Fleiri myndir er að finna

á facebooksíðu skólans