Upplestrarkeppni Sæmundarskóla

Ritað .

 upplestrarkeppni
Þessi glæsilegi hópur nemenda í 7. bekk tók þátt í upplestrarkeppni Sæmundarskóla á dögunum og stóð sig með mikilli prýði. Héðinn Höskuldsson lenti í 1. sæti, Róbert Aron Garðarsson Proppé í 2. sæti og Herdís Pálsdóttir í 3. sæti. Héðinn og Róbert verða fulltrúar Sæmundarskóla á lokahátíð sem fer fram í Guðríðarkirkju þann 9. mars næstkomandi. Til hamingju!
Fleiri myndir er að finna í myndasafninu undir 6.-7. bekkur.

Öskudagsfjör

Ritað .

oskudagur2 
Það var mikið líf og fjör í skólanum í dag og nemendur og starfsfólk í skrautlegum búiningum. Krakkarnir fengu að velja sér stöðvar með fjölbreytilegum verkefnum og síðan gæddu þeir sér á hamborgara með frönskum áður en þeir héldu út í daginn. Fleiri myndir er að finna í myndasafninu undir ýmislegt og fleiri myndir birtast þar næstu daga. 

Dagskrá öskudags

Ritað .

0skudagur 2017

Auglýsing frá Foreldarafélaginu og Fjósinu

Foreldrafélagið og Fjósið munu í sameiningu halda Öskudagsball þann 1. mars nk. í íþróttasal Sæmundarskóla frá kl. 13:00 - 14:00 Á ballinu verður mikið fjör - tónlist, andlitsmálun, leikir og fljúgandi sælgæti. 
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Skóla lýkur kl. 12:00 hjá nemendum í 1. - 7. bekk. 
Stuðningsfulltrúar verða með gæslu fyrir 1. - 4. bekk (fyrir þá sem þess óska) til kl. 13:00 og fylgja þeim á ballið.
Að balli loknu kl. 14:00 fara börnin heim eða í Fjósið - eftir því sem við á.

Bestu kveðjur frá Foreldrafélaginu og Fjósinu

Hefð er að skapast í hverfinu okkar að krakkar í hverfinu gangi í hús í öskudagsbúningum og syngi fyrir nágranna sína og fái í staðinn góðgæti að launum.
Við hvetjum alla til að taka vel á móti krökkunum milli kl. 17:00 og 19:00

 

Dótadagur í 1. bekk

Ritað .

Dótadagur 3 
Börnin í 1. bekk höfðu unnð sér inn inn pökkaverðlaun og uppskáru því dótadag á s.l. föstudag. Mikil gleði og gaman einsog sjá má myndunum í myndasafninu. 

Vetrarleyfi

Ritað .

Vetrarleyfi verður í Sæmundarskóla dagana 20. og 21. febrúar n.k. Vonum að allir njóti frídaganna.