Lógósamkeppni

Ritað .

 dilja logo
Skólinn tekur þátt í Erasmus verkefni sem nefnist Europeanize Yourself ásamt kennurum og nemendum frá Svíþjóð, Frakklandi, Portúgal og Írlandi. Í maí verður Ísland sótt heim og í tilefni af því efndum við til lógósamkeppni meðal nemenda í myndlistarvali í unglingadeild. Margar fínar hugmyndir komu fram en lógóið sem Diljá Dís hannaði varð fyrir valinu. Myndir af öllum tillögum er að finna í myndasafninu undir 8. – 10. bekkur.

 

Bingó bingó

Ritað .

 fjaroflun ungldeild

Á skíðum skemmti ég mér ...

Ritað .

skidaferd mars 
Unglingarnir okkar skelltu sér á skíði s.l. föstudag í blíðskaparveðri í Bláfjöllum. Fullt af skemmtilegum myndum í myndasafninu

Vor í lofti

Ritað .

frimao mars 

Skemmtilegt verkefni í stærðfræði

Ritað .

 rumfraedi
Nemendur í 8. bekk eru nú að vinna með þrívídd í stærðfræði. Í gær voru þeir að skoða hvernig umbúðir eru búnar til og klipptu niður mjólkurfernur og morgunkornspakka til að skoða snið þeirra. Krakkarnir unnu í pörum, hvert par var með eins umbúðir og áttu að reyna að klippa kassana þannig að út kæmu mismunandi snið. Síðan áttu þeir að teikna sniðin upp og reikna yfirborðsflatarmál þeirra. Einnig höfum við talað um eina vídd og tvívídd, mælieiningar tengdar þeim og reiknað rúmmál ferstrendinga. Fleiri myndir í myndasafninu.