Sýn skólans

Ritað .

Sýn skólans

Einkunnarorð Sæmundarskóla eru gleði, virðing, samvinna. Þau gefa tóninn fyrir skólabraginn
og eru leiðarljós í starfinu.

Sýnin á við alla í skólasamfélaginu, starfsfólk, nemendur, foreldra/forráðamenn og aðra sem
hlut eiga að máli.

Gleði
Við veljum að vera jákvæð og lausnamiðuð í starfi okkar.
Markmið okkar er að nám sé við hæfi hvers og eins. Leitast er við að taka tillit til áhugasviðs
og ólíks námsstíls. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar og getur nám farið fram bæði inni og úti.
Þemanám er hjarta skólastarfsins þar sem möguleiki er á að sökkva sér niður í viðfangsefni og samþætta námsgreinar þ.a.m. list- og verkgreinar. Þannig ætti sem flestum nemendum að
gefast tækifæri til að njóta hæfileika sinna og blómstra í skólastarfinu.Virðing
Framkoma okkar á að einkennast af virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum - aðgát skal höfð
í nærveru sálar. Við notum PBS agakerfið til að styrkja jákvæða hegðun.
Við umgöngumst umhverfi okkar einnig af virðingu, hlúum að gróðri og njótum útiveru þegar
tækifæri gefst.Samvinna
Við eigum þennan skóla saman og vinnum saman að því að gera hann stöðugt betri.
Árgöngum er samkennt til að efla samvinnu í skólanum. Góð samvinna skilar okkur auknum
árangri í námi og starfi og styrkir skólasamfélagið sem heild.

Hljómsveitin F.U.N.K. í heimsókn

Ritað .

andheitiþað var mikið fjör á samveru dagsins þar sem hljómsveitin F.U.N.K. kom og spilaði fyrir okkur nokkur lög. Hann Róbert sem er faðir í skólanum var milligöngumaður um heimsóknina og þökkum við honum kærlega fyrir og hljómsveitinni fyrir skemmtunina. Það eru komnar myndir í myndasafnið undir ýmislegt. 

Heimsókn í Brimborg

Ritað .

heimsokn brimborg Á dögunum sóttu nemendur úr 2. og 3. bekk Brimborg heim í tengslum við bílaþema. Börnin fengu að ganga um fyrirtækið, skoða nýja og notaða bíla í bílasölunni, varahlutalager og verkstæði. Í lokin var svo öllum boðið upp á hressingu. Við þökkum Brimborg fyrir frábærar móttökur. Fleiri myndir er að finna í myndasafni.

Þjóðsagan um Gýpu

Ritað .

gypaNemendur í 3. bekk unnu skemmtilegt verkefni í þjóðsöguþema eftir þjóðsögunni um hana Gýpu sem át allt. Börnin unnu saman í tíu manna hópum og bjuggu til stóra Gýpu. Fleiri myndir eru í myndasafninu.

Skólareglur Sæmundarskóla

Ritað .

Í Sæmundarskóla er lögð áhersla á samvinnu allra sem starfa í skólanum til að byggja upp jákvæðan skólaanda. Undanfarin ár hefur verið unnið að innleiðingu á PBS sem er heildstætt agakerfi. Kerfið miðar að því að allir starfsmenn skólans komi að mótun og viðhaldi æskilegrar hegðunar í skólanum.

 
Skólareglurnar eru aftur á móti byggðar m.a. á reglugerð um skólareglur í grunnskólum 14 grein laga um grunnskóla 91/2008 en þar stendur m.a.:
 
7. kafli 30. gr.

Skólareglur.

      Í hverjum grunnskóla skal setja skólareglur. Í skólareglum skal m.a. kveðið á um almenna umgengni, samskipti, stundvísi, ástundun náms og heilbrigðar lífsvenjur. Í reglunum skal koma fram hvernig skólinn hyggst bregðast við brotum á þeim.
      Skólastjóri er ábyrgur fyrir gerð skólareglna og kynningu þeirra og skulu þær unnar í samráði við skólaráð og fulltrúa nemenda í skólaráði.

 
Reglur skólans eru í nokkrum flokkum. Skólareglur, reglur um brottvísun úr kennslustund, reglur um nemendaferðir, prófareglur og að lokum viðbrögð við hegðunarfrávikum. Einnig eru tvö reglufylki ( PBS-reglur skólans) undir einkunnarorðunum gleði, virðing samvinna sem verður sett á heimasíðuna eins fljótt og unnt er. Markvisst er unnið með PBS reglurnar með nemendum skólans og jákvætt atferli þeirra er markvisst styrkt.
 
Reglurnar eru endurskoðaðar einu sinni á ári og kynntar á heimasíðu skólans. Skólareglur Sæmundarskóla gilda alls staðar þar sem nemendur eru á vegum skólans (sjá nánar hér fyrir aftan).
 
Skólareglur Sæmundarskóla
 
Háttvísi: Nemendur skulu ávallt leitast við að koma fram af prúðmennsku og háttvísi í skólanum og annars staðar þar sem þeir eru á hans vegum. Nemendum ber að hlýða kennurum og öðru starfsfólki skólans. Ef nauðsyn krefur er heimilt að vísa nemanda úr kennslustund (sjá nánar hér fyrir aftan). Ofbeldi í hvaða mynd sem er (slagsmál, matarslagur, ógnandi hegðun, að hvetja til ofbeldis o.s.frv.) er stranglega bannað.
 
Mætingar: Mikilvægt er að temja sér stundvísi, bæði af virðingu við samferðafólk en einnig vegna þess að stundvísi stuðlar að aukinni ábyrgðarkennd og vellíðan nemandans. Skólasókn birtist í Mentor og eru forráðamenn hvattir til að skoða hana reglulega. Óski forráðamaður eftir yfirliti sendir umsjónarkennari það heim í tölvupósti eða bréfleiðis. Fjarvistir vegna veikinda skulu tilkynntar skólanum samdægurs í síma 411-7848. Verði forföll ekki tilkynnt samdægurs af forráðamanni nemanda er litið svo á að um óheimila fjarvist sé að ræða. Umsjónarkennari getur veitt nemanda leyfi í 1 – 2 daga en lengri leyfi þarf að sækja um á skrifstofu skólans með því að fylla út eyðublöð sem þar má fá, einnig er hægt að nálgast blöðin á vefsíðu skólans www.saemundarskoli.is.
 
Viðurlög við seinkomum eru eftirfarandi. Ef nemandi kemur tíu sinnum of seint á skólaárinu hefur umsjónarkennari samband við foreldra / forráðamenn og gerir grein fyrir stöðu mála. Ef nemandi kemur átján sinnum of seint á skólaárinu er foreldrum/forráðamönnum sent bréf varðandi næsta skref
 
Ef nemandi kemur 30 sinni of seint vísar umsjónarkennari málum hans til skólastjóra Sæmundarskóla og tilkynnir foreldrum/forráðamönnum jafnframt þar um. Umsjónarkennari fyllir út eyðublað þar sem fram kemur hvernig unnið hefur verið í málum viðkomandi nemanda.
 
 
Umgengni. Nemendur skulu temja sér góða umgengni innan dyra og á skólalóð og bera virðingu fyrir eignum skólans og annarra. Háreysti og hlaup á göngum eru bönnuð. Valdi nemandi skemmdum á tækjum, húsbúnaði eða öðrum eigum skólans skulu forráðamenn hans bæta tjónið.
 
Frímínútur. Á skólalóð skulu nemendur sýna aðgæslu og tillitssemi við félaga sína. Nemendur í 1. – 7. bekk eru úti í frímínútum en mega ekki fara út af skólalóð nema með leyfi umsjónarkennara. Nemendur í 8. - 10. bekk mega fara út af skólalóð í frímínútum, hádegishléum og eyðum í stundatöflu.
 
Fatnaður og aðrar eigur nemenda. Nemendur skulu vera hreinir og snyrtilega klæddir auk þess að vera klæddir eftir veðri. Nemendur skulu geyma yfirhafnir, húfur og skófatnað við inngang. Merkja skal greinilega yfirhafnir og skófatnað. Verðmæti skulu ekki skilin eftir í vösum. Æskilegast er að allt slíkt sé eftir heima. Skólinn tekur ekki ábyrgð á persónulegum munum nemenda né fjármunum.
 
Nesti. Nemendur skulu hafa með sér hollt nesti í skólann. Mælst er til að nemendur komi með ávexti og grænmeti í morgunesti. Nemendur eiga kost á að kaupa heita máltíð í hádeginu en greiðsla fyrir matinn er innheimt mánaðar­lega. Sælgæti má ekki hafa um hönd í skólanum né í ferðum á vegum skólans nema það sé sérstaklega tekið fram.
 
Hjól. Notkun hjóla, hlaupahjóla, hjólabretta, línu- og eða hjólaskauta er bönnuð á skólalóðinni á skólatíma kl. 8–17. Leyfilegt er að koma á hjóli í skólann og er það á ábyrgð hvers og eins. Hjólagrindur eru því miður ekki á lóð skólans á meðan verið er í bráðabirgðahúsnæði.
 
Reykingar. Reykingar eru bannaðar á skólatíma og á skólalóð og alls staðar þar sem nemendur eru á vegum skólans, s.s. á skólaskemmtunum, í vettvangs­ferðum og skólaferðalögum. Í skólanum er notkun og meðferð hvers kyns vímuefna strang­lega bönnuð og gildir það einnig um skemmtanir, allar ferðir og starfsemi á vegum skólans.
 
Farsímar, I-podar, leikjatölvur og önnur sambærileg tæki. Í kennslustundum á skilyrðislaust að vera slökkt á farsímum og þeir eiga að vera geymdir í töskum. Stranglega er bannað að hafa farsíma eða myndavélar með í búningsklefa sundstaðar eða íþróttahúss. Ef nemandi tekur mynd á þeim stöðum er litið á slíkt sem þriðja stigs hegðunarfrávik.
 
Nemendur í 1.-7. bekk mega ekki nota farsíma í frítíma (s.s. frímínútum) og mega ekki hafa I-pod, geislaspilara eða sambærileg tæki með í skólann.
 
Nemendur í 8.-10. bekk mega hafa farsíma, I-pod, geislaspilara eða sambærileg tæki í frítíma (s.s. frímínútum og eyðum) en í kennslustundum eru slík tæki ekki leyfð nema í undantekningartilfellum þegar viðkomandi kennari leyfir slíkt.
 
Sé nemandi staðinn að því að svara og tala i farsíma eða valda truflun í kennslustundum (t.d. ef sími hringir, sms-skilaboð móttekin o.s.frv.) þá er síminn tekinn af viðkomandi og settur í geymslu á skrifstofu skólans. Sama gildir um I-pod, geislaspilara eða sambærileg tæki sem einungis má nota í frítíma (s.s. frímínútum og eyðum) og í undantekningatilfellum þegar viðkomandi kennari leyfir.
 
Brjóti nemandi af sér fær hann fyrst viðvörum eftir það er tækið tekið af honum. Við fyrsta brot getur viðkomandi nemandi sótt tækið á skrifstofu í lok skóladags. Brjóti nemandi af sér í annað sinn er tækið tekið af honum og foreldri / forráðamaður sækir það á skrifstofu skólans, atvikið skal þá skráð í Mentor, skráningarkerfi skólans.
 
Hættuleg tæki og tól. Bannað er að koma með eldfæri og hvers kyns hluti sem beita má sem vopnum í skólann s.s. hnífa, skrúfjárn o.s.frv.
 
Reglur fyrir árganga. Kennurum einstakra árganga er frjálst að setja sérstakar umgengis- og samskiptareglur í viðkomandi árgangi í samráði við nemendur.
 
Reglur um tölvunotkun. Tölvubúnaður Sæmundarskóla er eign skólans og fyrst og fremst ætlaður til náms, kennslu, kynningar og annars er samræmist markmiðum skólans. Allir nemendur skólans hafa eigið notandanafn og netfang hjá skólanum. Handhafi notandanafns í tölvukerfi skólans er ábyrgur fyrir allri notkun þess og verður að muna að skrá sig út í hvert skipti sem hann yfirgefur viðkomandi tölvu. Skólinn áskilur sér rétt til að fara yfir, skoða og eyða gögnum á gagnasvæðum nemenda til að tryggja að reglum um notkun búnaðarins sé fylgt. Meðferð hvers konar matvæla og drykkjarfanga er bönnuð nálægt tölvum skólans. Óheimilt er: Að veita öðrum aðgang að notandanafni sínu, að reyna að tengjast tölvubúnaði skólans með öðru notandanafni en því sem nemandi hefur fengið úthlutað, að nota aðgang að neti skólans til þess að reyna að komast ólöglega inn á net eða tölvur í eigu annarra, að breyta vinnuumhverfi á tölvum skólans þannig að það hafi áhrif á umhverfi og notkunarmöguleika annarra notenda., að gera breytingar eða hafa áhrif á uppsetningar eða skjáborð tölvu, svo sem að fjarlægja eða breyta kerfisskrám, breyta bakgrunni, táknmyndum eða skjáhvíld, að breyta, afrita eða fjarlægja vélbúnað, hugbúnað eða gögn sem eru í eigu skólans, að setja inn hugbúnað á tölvur skólans án samþykkis kennara eða tölvuumsjónarmanns, að senda keðjubréf og annan ruslpóst, að sækja, senda, geyma eða nota á neti eða tölvum skólans forrit sem ætluð eru til innbrota eða annarra skemmdarverka, að senda, sækja eða geyma efni sem er ólöglegt eða bersýnilega grefur undan almannaheill. Sem dæmi má nefna klám, kynþátta-, hryðjuverka- og ofbeldisáróður, að nota spjallrásir nema undir stjórn kennara. Skemmi nemandi búnað skólans þarf hann eða foreldrar / forráðamenn hans að bæta tjónið. Brot gegn þessum reglum getur leitt til lokunar á aðgangi viðkomandi nemanda að tölvuneti skólans og getur orðið að lögreglumáli sé brotið alvarlegt
 
 
 
 
Í Sæmundarskóla er kennara heimilt að víkja nemanda úr kennslustund ef hann hefur valdið verulegri truflun og ekki látið segjast við áminningu. Nemanda í 6. – 10. bekk er vísað á skrifstofu skólans þar sem hann bíður kennarans en yngri nemendur verða í umsjá starfsmanna skólans. Sjái kennari fram á að nemandi muni þurfa að bíða lengi skal hann óska eftir því við skólastjóra / aðstoðar­skólastjóra/skrifstofustjóra að fundinn verði forfallakennari á meðan hann leysir úr máli viðkomandi nemanda. Viðkomandi kennari gerir upp málið við nemandann og upplýsir umsjónarkennara um það. Viðkomandi kennari hefur samband við foreldra / forráðamenn og við nemendaverndarráð ef ástæða er til.
 
Nemendur sem halda áfram að valda öðrum ónæði og óþægindum í kennslustundum og frímínútum þrátt fyrir ítrekuð tilmæli starfsfólks skólans þurfa að sæta því að foreldrar / forráðamenn komi með þeim í skólann.
 
 
 
Nemendur séu upplýstir um tilgang ferðar og skipulag.
 
Sé um lengri ferðir að ræða (þ.e. ef gist er) verða foreldrar/forráðamenn og nemendur að skrifa undir eyðublað þar sem ferðin er heimiluð af foreldrum. Einnig skrifa þeir undir að þeir hafi kynnt sér og séu samþykkir reglum skólans og þá sérstaklega reglum um nemendaferðir.
 
Skólastjórar aðstoða við undirbúning varðandi framkvæmd ferða. Einnig sjá skólastjórnendur um skipulag kennslu og starfsmannahalds vegna ferða.
 
Leitast skal við að í ferðum nemenda sé umsjónarkennari bekkjar með í för sé þess nokkur kostur.
 
Komi upp agavandamál eða alvarleg brot á skólareglum í ferðum á vegum skólans skal vísað til skólareglna Sæmundarskóla.
 
Hafi málum nemanda verið vísað til skólastjóra vegna brota á skólareglum er það ákvörðun skólastjórnar í samráði við umsjónarkennara hvort viðkomandi nemandi fær heimild til þátttöku í ferð á vegum skólans.
 
Komist nemandi af einhverri ástæðu ekki með í skipulagðar vettvangs- eða nemendaferðir er honum ætlað að mæta í skólann til annars skólastarfs.
 
Gerist nemandi sekur um brot á skólareglum eða landslögum þar sem hann er á vegum skólans verður hann sendur heim á kostnað foreldra / forráðamanna sinna.
 
 
 
 
Nemendur skulu mæta stundvíslega í próf. Forföll nemenda skal tilkynna til skólans áður en próf hefst. Nemendur skulu forðast að valda truflun á próftíma. Rétta ber upp hönd þurfi nemandi að ná sambandi við kennara. Samtöl eða samskipti milli nemenda eru óleyfileg meðan á prófi stendur, svo og notkun óleyfilegra hjálpargagna. Nemendum er skylt að hafa meðferðis skriffæri og tilskilin gögn.
 
Þegar nemandi hefur lokið prófi skal hann yfirgefa skólahúsnæðið tafarlaust svo að hann valdi ekki ónæði. Þetta gildir þó ekki í áfangaprófum þar sem nemandi skal sitja áfram í kennslustund og vinna að öðrum verkefnum þar til kennslustund lýkur. Hafi nemandi undir höndum farsíma þegar hann mætir í próf skal hann afhenda yfirsetukennara símann til geymslu á meðan á prófi stendur. Reglur þessar gilda í öllum prófum í Sæmundarskóla (samræmdum prófum, áfangaprófum sem tekin eru hjá kennurum o.s.frv.). Brot á prófreglum geta varðað brottrekstri úr prófi. Komi til brottvísunar fær sá nemandi einkunnina 0 í prófinu og skal skólastjórn tilkynnt um málið. Umsjónarkennari skal tilkynna foreldrum / forráðamönnum komi til brottvísunar nemanda úr prófi. Mæti nemandi ekki til prófs án löglegra forfalla fær hann einkunnina 0 fyrir prófið.
 
 
 
Í Sæmundarskóla er leitast við að hafa mjög skýr og fyrirsjáanleg viðbrögð við hegðunar­frávikum. Óæskilegri hegðun hefur verið skipt upp í þrjú stig eftir alvarleika brotsins.
 
Óæskileg hegðun er skráð á sérstaka skráningarmiða. Skráningin auðveldar starfsfólki skóla og foreldrum / forráðamönnum að hafa yfirsýn yfir fjölda hegðunarfrávika, hvar þau verða, hvenær og hvers vegna. Skýrt er kveðið á um hvaða afleiðingar eru við hverju broti. Upplýsingarnar af skráningarmiðunum eru færðar inn í Mentor (skráningakerfi skólans) þar sem hægt er að lesa tölfræðilegar upplýsingar um hvert svæði, tíma og tíðni hegðunarbrota. Foreldrar / forráðamenn geta einungis nálgast upplýsingar um sitt barn í Mentor.
 
 
1. stigs hegðunarfrávik
Dæmi um 1. stigs hegðunarfrávik
Þras / ögrun / rifrildi
Trufla afhafnir, leiki eða vinnu annarra
Ganga illa um
Snerting
Annað
 
Framkvæmd og eftirfylgni
Nemandi er tekinn til hliðar og rætt er við hann
Nemanda er leiðbeint og lögð áhersla á að hann skilji hvaða reglu hann braut og viti hvernig hann á að bregðast við næst
Nemandi er látinn endurtaka regluna
Lögð er áhersla á að kennari/starfsmaður hrósi nemanda fyrir samvinnu
 
Ef nemandi hefur þrisvar sinnum sýnt fyrsta stigs hegðunarfrávik samsvarar það annars stigs hegðunarfráviki og skal framfylgt samkvæmt því.
 
2. stigs hegðunarfrávik
Dæmi um 2. stigs hegðunarfrávik
Særandi eða niðrandi orðbragð, hæðni
Óhlýðni, neitar að fylgja fyrirmælum
Ósannsögli, svik, svindl
Áreitni, hrekkir, stríðni
Annað
 
Framkvæmd og eftirfylgni
Umsjónarkennari/kennari hefur samband við foreldra/forráðamenn og skráir atvikið í Mentor. Ef nemandi fær tvo annarsstigs miða innan tveggja vikna boðar umsjónarkennari foreldra / forráðamenn til fundar.
 
Ef nemandi hefur þrisvar sinnum sýnt annars stigs hegðunarfrávik samsvarar það þriðja stigs hegðunar­fráviki og skal fylgt eftir samkvæmt því, þó án þess að foreldri sé kallað í skólann samdægurs.
 
3. stigs hegðunarfrávik
Hér er um að ræða alvarleg hegðunarfrávik sem stofna öryggi og vellíðan nemenda og/eða starfsfólks í hættu og leiðir til truflunar á eðlilegu skólastarfi. Ólögleg hegðun er tilkynnt lögreglu.
 
Dæmi um 3. stigs hegðunarfrávik
Ofbeldi
Slagsmál / matarslagur
Ógnandi hegðun og þegar nemandi fær annan til að beita nemanda ofbeldi
Skemmdarverk
Þjófnaður
Meðferð vopna, eldfæra, fíkniefna
Annað
 
Framkvæmd og eftirfylgni
Þegar nemandi hefur orðið uppvís að einhverju framantöldu er hann tekinn úr aðstæðum og haft samband við foreldra eins fljótt og unnt er. Mælst er til þess að umsjónarkennari hringi í foreldra á yngri stigum en viðkomandi kennari í 6. – 10. bekk. Foreldrar / forráðamenn eru boðaðir til fundar með nemanda, skólastjórnanda, umsjónarkennara og námsráðgjafa. Nemandi fer ekki inn í bekk fyrr en fundað hefur verið og málið til lykta leitt.
 
Sé ekki unnt að funda samdægurs er rík áhersla lögð á að fundað sé strax við upphaf næsta skóladags, til að nemandi missi sem minnst úr kennslu. Tekið skal fram að eigi atvik sér stað á föstudegi getur fundur dregist fram á mánudagsmorgun.
 
Sé um alvarlegt atvik að ræða getur oft verið betra að bíða með fund til næsta dags til að nemandi fái tíma til að hugsa um það sem gerðist, fara yfir það sem upp kom í rólegheitum með foreldrum sínum og skólinn geti á sama hátt undirbúið fundinn betur. Oft eru dýpri ástæður að baki en foreldrar og/eða starfsfólk skóla grunar. Vönduð vinnubrögð leiða til farsællar lausnar.
 
Ef nemandi hefur endurtekið sýnt þriðja stigs hegðunarfrávik getur skólastjóri vísað nemanda tímabundið í úrræði innan skólans, úr skóla og/eða vísað málinu til þjónustumiðstöðvar Árbæjar eða Menntaráðs.
 
 
Ítrekun vegna alvarlegra brota:
 
Ef nemandi gerist sekur um alvarleg eða endurtekin brot á skólareglum er heimilt að vísa honum tímabundið úr skóla meðan leitað er úrlausna á hans málum enda verði foreldrum / forráðamönnum og fræðsluyfirvöldum tilkynnt tafarlaust um ákvörðun skólayfirvalda. Við vinnslu máls verður farið eftir verklagsreglum borgarinnar sem fjalla um viðbrögð við skólasóknar- og ástundunarvanda nemanda, viðbrögð við lögbrotum og alvarlegum brotum nemenda á skólareglum, ferils mála vegna brota á skólareglum, ofbeldi og lögbrotum.
 
Starfsmönnum skóla er óheimilt að neyta aflsmunar nema nauðsyn krefji til að stöðva ofbeldi eða koma í veg fyrir að nemandi valdi sjálfum sér eða öðrum skaða eða eignatjóni. Í tilvikum sem þessum skal ávallt greina forráðamönnum tafarlaust frá málavöxtum.
 
Nemendur eru ábyrgir fyrir því tjóni sem þeir kunna að valda á eignum skóla, starfsfólks eða skólafélaga sinna.