Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs

Ritað .

elva Rós 
Elva Rós Hannesdóttir nemandi í 9. bekk fékk nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar á dögunum fyrir að einstaka jákvæðni, hjálpsemi og fyrir að vera góð fyrirmynd annara nemenda. Til hamingju Elva Rós!
Nánar um nemendaverðlaunin: http://reykjavik.is/frettir/vidurkenning-til-33-nemenda-fyrir-framurskarandi-starf

Sæmundarleikar

Ritað .

 saemundarleikar
Það eru komnar inn fullt af myndum í myndasafnið undir ýmislegt frá Sæmundarleikum sem haldnir voru á föstudaginn var. Á leikunum er samvinnan í heiðri höfð og nemendur vinna saman á öllum aldri.

Til hamingju Alexander!

Ritað .

Alexander 
 Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda (NKG) var nú haldin í 27. sinn og var Alexander okkar í 6. bekk í 3. sæti í keppninni í ár. Alexander hlaut einnig ræðubikar JCI, fyrir  góða færni þátttakenda við að koma hugmyndum sínum á framfæri í ræðuformi. Frábær frammistaða!
Nánar á http://nkg.is/urlsit-nkg-2017/

Vertu með í að móta nýja menntastefnu

Ritað .

Ný menntastefna fyrir Reykjavíkurborg fram til ársins 2030 er í mótun. Útgangspunktur hennar er barnið sjálft.
Leitað er eftir samráði og þátttöku allra borgarbúa við gerð stefnunnar. Leitast verður við að ná fram skoðunum borgarbúa á því hvaða færni 18 ára einstaklingar eiga að hafa öðlast fyrir tilstuðlan skóla- og frístundastarfsins á árinu 2030

Nánar um nýja menntastefnu hér http://reykjavik.is/frettir/vertu-med-i-ad-mota-nyja-menntastefnu

Útikennsla í myndmennt í sól og sumaryl

Ritað .

myndmennt utikennsla 
Í dag fóru krakkarnir í græna og gula hópnum í 1. bekk í útikennslu i myndmenntatíma. Það var bara ekki hægt að vera inni í þessu fallega veðri. Börnin áttu að finna hluti í umhverfi sínu, harða, mjúka, gula o.s.frv. safna því saman og útbúa úr því listaverk. Fleiri myndir í myndasafninu.