Útskrift 10. bekkjar

Ritað .

útskrift 
Hér má sjá fríðan hóp útskriftarnema ásamt Eygló skólastjóra en útskriftin var haldin við hátíðlega athöfn í gær. Nú halda krakkarnir á vit nýrra ævintýra og krefjandi verkefna. Til hamingju öllsömul og bjarta framtíð. Fleiri myndir er að fnna í myndasafninu.

Sigurvegarar Sæmundarleikanna

Ritað .

 hopur16
Sigurvegarar Sæmundarleikanna var lið nr. 16 en hópstjórar voru Gabríel, Bergur og Guðmundur. Það voru 31 lið sem kepptust við að klára 34 stöðvar. Það var til að mynda keppt í reipitogi, kökuskreytingum, púsli, fótbolta og kókosbolluáti. Til lukku snillingar!!
Sjá myndir frá leikunum á heimasíðu skólans undir ýmislegt: http://www.saemundarskoli.is/index.php/myndasafn-2/

Skólaslit

Ritað .

Skólanum verður slitið formlega á morgun miðvikudaginn 7. júní kl. 11:30 með stuttri athöfn.

Tónlistaratriði, Róbert Aron Garðarsson Proppé
Ávarp skólastjóra
Annáll í boði 7. bekkjar
Skólaslit í stofum hjá umsjónarkennurum

sol

 

Viðburðaríkir útidagar

Ritað .

 utidagar
Útidögum er nú lokið, þar sem krakkarnir gátu reyndar valið sér bæði úti- og innistöðvar með skemmtilegum og fjölbreyttum verkefnum, hjól og sund, listasmiðju, flugdrekasmíði, ferð í Nauthólsvík svo eitthvað sé nefnt. Fleiri myndir er að finna í myndasafninu undir ýmislegt.

10. bekkur útskrift - Skólaslit

Ritað .

Þriðjudagskvöldið 6. júní verður 10. bekkur útskrifaður við hátíðlega athöfn og skólanum verður svo slitið miðvikudaginn 7. júní kl. 11.30 í sal skólans .