Kynningar á skólastarfi
Í maí mánuði er vorskóli fyrir verðandi nemendur í 1. bekk næsta árs. Þá bjóða stjórnendur foreldrum í kaffispjall þar sem kynntar eru helstu áherslur skólans og farið í skoðunarferð um húsnæðið. Í byrjun september er fræðslukvöld fyrir sömu foreldra þar sem bekkjarstarfið er kynnt, stoðþjónustan, frístundastarfið og foreldrasamstarf. Þá flytur skólasálfræðingur fyrirlestur um þroska barna við upphaf skólagöngu. Á þessu kvöldi borða foreldrar og starfsfólk saman súpu og eiga gott spjall.

Í september ár hvert eru kynningar fyrir foreldra á vetrarstarfi hvers árgangs. Þá hitta stjórnendur einnig foreldra og ræða um áherslur í skólastarfinu. Í unglingadeild er kynningin í formi súpukvölds þar sem foreldrar og starfsmenn borða saman, eiga gott spjall og efla tengslin.

Skólavefur
www.saemundarskoli.is