Fjósið
Frístundaheimilið Fjósið er starfrækt eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur til kl. 17:15, fyrir börn í 1. - 4. bekk. Fjósið er í húsnæði Sæmundarskóla við Gvendargeisla 168. Annars vegar er Fjósið starfsrækt inn í skólanum sjálfum þar sem ýmislegt klúbbastarf fer fram, en starfsemi Fjóssins fer þó að mestu fram í lausum kennslustofum á skólalóðinni. Fjósið er nú komið undir nýstofnað svið sem er sameiginlegt svið skóla og frístundastarfs sem hefur hlotið nafnið Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Fjósið er eitt af sex frístundaheimilum sem tilheyra Árseli en þau eru staðsett í Árbæ, Grafarholti og Norðlingarholti. Við hér í Fjósinu leitumst við að hafa starfið sem fjölbreyttast og skapa börnunum heimilislegt og öruggt umhverfi.

Umsjónarmenn Fjóssins eru: Valborg Sigrún Jónsdóttir, verkefnisstjóri og 
Sebastian Geyer, aðstoðarverkefnisstjóri

This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Nánar um Fjósið http://www.arsel.is/desktopdefault.aspx/tabid-617/1541_view-1042/

Fókus félagsmiðstöð
Félagsmiðstöðin Fókus býður upp á félagsstarf fyrir nemendur í 5. – 10. bekk. Starf fyrir 10 – 12 ára nemendur (5. – 7. bekk) fer fram einu sinni í viku yfir vetrartímann og á sumrin er boðið upp á ýmiss konar smiðjur. Fyrir nemendur í 8. -10. bekk. er félagsmiðstöðin opin fimm daga vikunnar yfir vetrartímann. Starfið er fjölbreytt s.s. opin hús, klúbbastarf, böll ofl. Skólinnog Fókus standa saman að skipulagningu og framkvæmd dansleikja í skólanum þ.e. rósaballs, jólaballs og árshátíðar. Samstarf er einnig um hæfileikakeppnina Skrekk. Starfsmenn Fókus koma reglulega í skólann, kynna starfið og hitta nemendur í frímínútum. 
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Fókuss