Námsmat / foreldraviðtöl

Skólasetning, í ágúst, fyrsta viðtal
Umsjón starfsfólk skóla, foreldraráð og stjórn foreldrafélags
Nemendur og foreldrar/forráðamenn hjá nýjum kennurum koma í viðtal til umsjónarkennara, aðrir foreldrar geta pantað viðtal ef þeir óska þess. Á skólasetningardaginn gróðursetja nemendur í fyrsta bekk plöntu í grenndarskóg Sæmundarskóla og foreldrafélagið heldur aðalfund og bekkjarfulltrúar eru kosnir. 


Annað viðtal í október/nóvember
Umsjón starfsfólk skólans
Foreldrar/forráðamenn koma í viðtal til umsjónarkennara með útfyllt eyðublað þar sem fram kemur líðan, tengslamyndun og viðhorf nemandans til námsins og skólans. Þessi atriði eru rædd í viðtalinu ásamt því að námsframvinda nemandans er skoðuð. Vitnisburðablöð fara ekki heim fyrir þetta viðtal. 
 
Þriðja viðtal í janúar
Umsjón starfsfólk skólans
Nemendur og foreldrar/forráðamenn koma í heimsókn í skólann fá vitnisburðarblöð og skoða verk nemenda. Einnig fara nemendur með foreldra sína í skoðunarferð um skólans og hitta íþróttakennara-, list- og verkgreinakennara. Vitnisburðablöð fara heim fyrir þetta viðtal.
 
Skólaslit
Umsjón starfsfólk skóla, foreldraráð og stjórn foreldrafélags
Nemendur fá vitnisburðablöð heim fyrir skólaslit, ef foreldrar/forráðamenn eða kennarar vilja viðtal þá er hægt að koma því við. Á skólaslitunum kveðja nemendur umsjónakennarann sinn og taka að því búnu þátt í uppskeruhátíð sem haldin er í samvinnu starfsfólks skólans, foreldraráðs og stjórnar foreldrafélags.