Hér má sjá skipulag veturinn 2015-2016

Gott foreldrasamstarf er ómetanlegt fyrir skólastarfið. Bæði hefur það góð áhrif á námsárangur sem og starfsandann í skólanum.

Í Sæmundarskóla er foreldrum boðið í foreldraheimsóknir 1-2 á ári. Tvær foreldraskemmtanir eru haldnar undir verkstjórn kennara og fjögur foreldraviðtöl eru á ári. Kennarar eru ekki með fastan viðtalstíma en foreldrar eru hvattir til að hafa samband við umsjónarkennara í síma 411 7848, ritari tekur niður nafn og númer og kennari hringir eins fljótt og hægt er, helst samdægurs.