Fjósið frístundaheimili - Fókus félagsmiðstöð

Fjósið
Frístundaheimilið Fjósið er starfrækt eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur til kl. 17:00, fyrir börn í 1. - 4. bekk. Fjósið er í húsnæði Sæmundarskóla við Gvendargeisla 168 í lausum kennslustofum á skólalóðinni ásamt því að hafa afnot af íþróttahúsi. Fjósið tilheyrir sviði sem heitir Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Fjósið er eitt af sex frístundaheimilum sem tilheyra Árseli frístundamiðstöð, en þau eru staðsett í Árbæ, Grafarholti og Norðlingarholti. Við hér í Fjósinu leitumst við að hafa starfið sem fjölbreyttast og skapa börnunum heimilislegt og öruggt umhverfi.

Umsjónamenn Fjóssins eru: Valborg Sigrún Jónsdóttir, forstöðumaður og Elva Margrét, aðstoðarforstöðumaður

This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Nánar um Fjósið http://www.arsel.is/desktopdefault.aspx/tabid-617/1541_view-1042/

Fókus félagsmiðstöð
Félagsmiðstöðin Fókus býður upp á félagsstarf fyrir nemendur í 5. – 10. bekk. Starf fyrir 10 – 12 ára nemendur (5. – 7. bekk) fer fram einu sinni í viku yfir vetrartímann og á sumrin er boðið upp á ýmiss konar smiðjur. Fyrir nemendur í 8. -10. bekk. er félagsmiðstöðin opin fimm daga vikunnar yfir vetrartímann. Starfið er fjölbreytt s.s. opin hús, klúbbastarf, böll ofl. Skólinnog Fókus standa saman að skipulagningu og framkvæmd dansleikja í skólanum þ.e. rósaballs, jólaballs og árshátíðar. Samstarf er einnig um hæfileikakeppnina Skrekk. Starfsmenn Fókus koma reglulega í skólann, kynna starfið og hitta nemendur í frímínútum.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Fókuss.