Skip to content

Hvað er einn steinn þungur?

Nemendur í 4.b hafa verið í útikennslu þar sem þau finna steina og reyna að geta sér til um þyngd þeirra. Eftir það eru steinarnir vegnir nákvæmlega og rétt þyngd skráð niður og hún borin saman við þá þyngd sem börnin gátu sér til um. Það getur verið gaman að vita hvað einn steinn er þungur.