Skip to content

Hús fyrir mús

Í vor hafa nemendur í 6. bekk verið að leggja síðustu hönd á verkefni í hönnun og smíði sem kallað er „Hús fyrir mús“. Verkefnið felst í því að skoða dýralíf í nærumhverfi skólans, velja eitt af þeim og skoða vel þarfir þess og hegðun. Dæmi um dýr sem urðu fyrir valinu voru mýs og hunangsflugur, þrestir, sniglar, járnsmiðir og köngulær. Nemendur, sem unnu tvö eða þrjú saman, hönnuðu síðan og smíðuðu hús með þarfir dýranna í huga. Fleiri myndir hér