Hrekkjavaka

Á föstudaginn var fylltist skólinn okkar af skelfilegum vofum og verum og öðrum ófögnuði sem ekki er gott að hitta í myrkri. En ef betur var að gáð mátti þó sjá að hér voru aðeins nemendur og starfsfólk að gera sér dagamun í tilefni hrekkjavöku og klæddust gervi og búningum sér og öðrum til hræðslu og skemmtunar. Myndir af þessum hryllingi má sjá í myndasafni skólans.