Skip to content

Hjartað ræður för

Í dag var samvera í boði fyrsta bekkjar og var það í fyrsta skipti sem þessir nemendur stíga á svið og skemmta samnemendum sínum í skólanum. Þó að fyrir hafi verið mikill metnaður og vilji til að gera vel var það þó hjartað sem réð för í dansi og söng. Takk fyrir okkur, fyrsti bekkur!