Skip to content

Hetjur á samveru

Stuttri skólaviku eftir vetrarleyfi lauk með samveru á sal. Bjarni Fritzson rithöfundur steig á svið og talaði um nýjustu bókina sína um Orra óstöðvandi  og Möggu Messi. Það voru mörg smá eyrun sem hlustuðu sperrt á lestur Bjarna og nutu þess stutta stund að dvelja í heimi bókarinnar með þeim Orra og Möggu, enda öll eins og þau, óstöðvandi hetjur.