Skip to content

Heimsókn í Samfélagsfræði

Föstudaginn 7. febrúar fengu nemendur 10. bekkjar góðan gest til sín í samfélagsfræðitíma, en þá kom Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari og fræddi nemendur um það starf sem hún sinnir og hvaða verkefni berast inn á hennar borð. Nemendur hafa verið að læra um íslenska réttarkerfið, hver viðmiðin eru og hvað telst til frávika og voru þeir duglegir að hlusta á Kolbrúnu og spyrja spurninga. Fleiri myndir er að finna í myndasafninu.