Gunnar Helgason í heimsókn

Það er alltaf gaman að fá rithöfunda í heimsókn til að lesa uppúr bókum sínum. Gunnar Helgason kom í gær og las uppúr nýjustu bókinni sinni „Barist í Barcelona“ fyrir nemendur og voru krakkarnir mjög áhugasamir og góðir hlustendur.