Góð samskipti og forvarnir – fundir í dag og næstu daga
2. – 4. bekkur
Vanda Sigurgeirsdóttir kemur í dag kl. 14:30 með fyrirlestur fyrir foreldra um góð samskipti. Að fyrirlestri loknum fara foreldrar inn á námssvæðin með umsjónarkennurum þar sem hægt verður að spjalla saman.
5. – 7. bekkur
Á morgun 11. september kl. 14:30 verður Vanda aftur með fyrirlestur um sama efni og sami háttur hafður á og í 2. – 4. bekk.
8. – 10. bekkur – Forvarnarfræðsla
Magnús Stefánsson talar við unglingana nk. miðvikudag 18. september á skólatíma.
Hann mun svo hitta foreldra eftir árgöngum sem hér segir:
Foreldrar nemenda í 9. bekk – miðvikudaginn 18. september kl. 20:00
Foreldrar nemenda í 8. bekk – fimmtudaginn 19. september kl. 19:00
Foreldrar nemenda í 10. bekk – þriðjudaginn 24. september kl. 20:00