Gleðileg Jól!

Í ár var ófært með öllu í Sæmundarsel vegna fannfergis og því var jólaball yngsta- og miðstigs fært undir þak skólans. Börnin dönsuðu því innandyra kringum jólatré og sungu jólasöngva sem við flest þekkjum. Jólasveinar mættu og skemmtu háum sem lágum sem enduðu skólaárið í sannkölluðu hátíðarskapi. Myndir af jólaballinu má sjá í myndasafni skólans hér.
Kæru nemendur og foreldrar, megi hamingjan og gleðin verða með ykkur um jólin og á komandi ári.
Mánudaginn 2. janúar er undirbúningsdagur kennara og við sjáumst svo þriðjudaginn 3. janúar en þá hefst kennsla aftur samkvæmt stundaskrá.