Skip to content

Glæsilegur árangur í vísubotnakeppni

Nemendur í 3. bekk tóku þátt í vísubotnasamkeppni á vegum menntamálstofnunnar á degi íslenskrar tungu og stóðu sig mjög vel. Hann Guðmundur Þór vann keppnina og fékk hann bókaverðlaun og fer í heimsókn í krakkarúv. Svo fá nokkur börn í 3. bekk vísuna sína birta á vefnum þeirra.

Hér koma nokkrir góðir vísubotnar sem vöktu eftirtekt

Margt er gott að glíma við,

gaman er að lita.

Líka er hægt af gömlum sið,

góða bók að rita.7

                               Guðmundur Þór Ólafsson, vinningshafi

Komdu hingað, kisa mín,

kúrum hérna saman.
Rosalega ertu fín
litla sæta daman.

                               Tinna Mjöll Auðunsdóttir

Komdu hingað, kisa mín,

kúrum hérna saman.
Þú ert alltaf sæt og fín,

á hverri árstíð gaman.

                               Esther Emilía Bjarkadóttir

Komdu hingað, kisa mín,

kúrum hérna saman.
Falleg er litla rófan þín,
höfum mikið gaman.

                               Elmar Elí Eiríksson

Komdu hingað, kisa mín,

kúrum hérna saman.
Þú ert falleg og fín,

förum og höfum gaman.

                               Aron Ingi Gunnlaugsson

Margt er gott að glíma við,

gaman er að lita.

Í skólanum fáum við frið,

flest til að teikna og rita.

                               Aron Ingi Gunnlaugsson

Margt er gott að glíma við,

gaman er að lita.

Mér finnst gott að borða svið,

á því er mikil fita.

                               Margrét Kolbrún Örvarsdóttir

Margt er gott að glíma við,

gaman er að lita.

Saman förum við á svið,

ætlum þar að strita.

                               Herdís Lóa Hannesdóttir