Skip to content

Glæsileg frammistaða í Skrekk

Í gær fór fram úrslitakeppnin í Skrekk, árlegri hæfileikakeppni nemenda í unglingadeildum grunnskóla Reykjavíkur. Í ár tóku þátt 24 skólar í þremur undanúrslitakeppnum og Sæmundarskóli var einn af þeim. Ef það hefði farið fram hjá einhverjum þá komst okkar skóli alla leið í úrlit sem fram fóru í gær í Borgarleikhúsinu. Glæsileg frammistaða þessara hæfileikaríku ungmenna á sviðinu vakti athygli okkar allra og fullt tilefni til að óska þeim til hamingju með frábært atriði!