Skip to content
10 mar'21

Bröns og huggulegheit

Það er líflegt í húsi þessar vikurnar í Sæmundarskóla en fyrir utan okkar frábæru nemendur og starfsfólk eru kennaranemar í stærðfræði, náttúrufræði, heimilisfræði, myndmennt og í 5. bekk. Krakkarnir í heimilisfræði vali fengu að njóta leiðsagnar Björmu og Rakelar kennaranema í heimilisfræði í morgun við að galdra fram bröns með beikoni, amerískum pönnukökum, heilsudrykk og…

Nánar
09 mar'21

Nýjar smiðjur hefjast í næstu viku

Nú er smiðja 4 að renna sitt skeið og nýjar smiðjur handan við hornið. Nemendur í 7. og 8. bekk þurfa því að velja sér nýjar smiðjur sem hefjast í næstu viku eða þriðjudaginn 16. mars. Hér má sjá það sem í boði er og inn í skjalinu er slóð á valblaðið. https://saemundarskoli.is/…/2021/03/Smidja-5-2021.pdf

Nánar
04 mar'21

Skrekkur – Sæmundarskóli komst áfram

Þessir snillingar lögðu allt sitt í Skrekksatriðið í gærkvöldi í Borgarleikhúsinu og mikil vinna og metnaður skiluðu sér svo sannarlega en krakkarnir komust áfram og mæta aftur í Borgarleikhúsið eftir tvær vikur. Innilega til hamingju! Í Sæmundarskóla voru svo félagar þeirra í skólanum að hvetja af öllu hjarta. En fyrir utan að komast áfram í…

Nánar
03 mar'21

Upplestrarkeppnin

Þessi hæfileikaríki hópur tók þátt í upplestrarkeppni Sæmundarskóla í dag og stóðu krakkarnir sig öll með mikilli prýði. Þeir sem komust áfram í keppninni voru Patrik Bjarkason, Edda María Einarsdóttir og Sylvía Dröfn Stefánsdóttir sem varamaður. Til hamingju öllsömul!

Nánar
02 mar'21

Til hamingju Hulda!

Menntavísindasvið hefur ráðið í fjögur störf 25% verkefnisstjóra á sviði kennaramenntunar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands til tveggja ára. Fjöldi umsókna barst um þessar stöður og erum við stolt af því að Hulda Dögg kennari í Sæmundarskóla var ein af þeim sem var ráðin.

Nánar
25 feb'21

Taylor Swift og ástin

Hér fer hún Bára okkar nemandi í 10. bekk á kostum og sýnir vel hæfileika sína í myndlist og túlkun. Bára var í myndmenntavali þar sem lögð var áhersla á poppaða list. Hún lýsir verkinu sjálf með þessum orðum: Þetta verk er unnið út frá þremur lögum af næstnýustu plötu söngkonunnar Taylor Swift; cardigan, august og betty. Þessi þrjú…

Nánar
19 feb'21

Á skíðum skemmti ég mér …

Það var frábært færi og blíðviðri í Bláfjöllum í gær og nemendur og kennarar í unglingadeildinni skemmtu sér konunglega á skíðum og brettum : ) Fleiri myndir er að finna í myndasafninu.

Nánar
17 feb'21

Öskudagurinn skemmtilegi

Það var litríkur hópur sem kom í skólann í morgun og margar furðuverur á sveimi : ) Fullt af myndum í myndasafninu https://saemundarskoli.is/myndaalbum/

Nánar
12 feb'21

Frægir frá fyrri tíð

Nemendur í 5. bekk hafa verið að vinna með einstaklinga úr mannkynssögunni. Þeir völdu sér persónu og öfluðu sér upplýsinga um hana og þann tíma sem hún var uppi á. Ferlið var mjög skemmtilegt og afraksturinn einnig.

Nánar