Skip to content
12 ágú'20

Skólasetning 24. ágúst

Skólinn verður settur mánudaginn 24. ágúst. Nánari upplýsingar um tíma og framkvæmd skólasetningar verða birtar við fyrsta tækifæri.

Nánar
08 jún'20

Sumarleyfi

Nú eru nemendur komnir í sumarleyfi og við taka undirbúningsdagar kennara. Skrifstofa skólans verður opin til og með 12. júní. Kæru nemendur og foreldrar takk fyrir veturinn, njótið sumarsins með sól í hjarta : )

Nánar
05 jún'20

Útskrift 10. bekkjar

Í gær kvöddum við fríðan hóp nemenda sem voru að ljúka 10. bekk og þar með grunnskólanum sínum. Þetta var skemmtileg, hátíðleg og tilfinningaþrungin stund fyrir marga en nú halda krakkarnir á vit nýrra ævintýra og áskorana. Takk fyrir samveruna kæru nemendur, við söknum ykkar nú þegar. Megi þið eiga bæði bjarta og gleðiríka framtíð.

Nánar
05 jún'20

Útskriftarferð 10. bekkinga

Það eru komnar inn nokkrar myndir í myndasafnið úr útskriftarferðinni sem 10. bekkingar fóru á Vík og í Þórsmörk  þar sem krakkarnir skemmtu sér konunglega : )

Nánar
05 jún'20

Hvers vegna hlægjum við?

Það voru mörg áhugaverð umfjöllunarefni sem nemendur í 10. bekk unnu að í lokaverkefninu sínu. Verkefnin voru ólík og spennandi og reyndu hóparnir m.a. að svara spurningunum; hvers vegna hlægjum við, hvaða áhrif hafa peningar á fólk og hvað veldur illsku í mannshuga. Einnig voru á ferðinni hönnunarteymi sem hönnuðu boli og lógó, könnuðu myndlistina…

Nánar
04 jún'20

Skólanum slitið á morgun föstudaginn 4. júní

Á morgun er ferðadagur hjá nemendum í 1. – 9. bekk. Að ferðalagi loknu eða milli 14:00 og 14:30 fara nemendur inn á svæði til umsjónarkennara og verður skólanum slitið formlega þar. Skólaslitin verða án foreldra þetta árið.

Nánar
29 maí'20

Rúnir og drekar

Þessar flottu rúnir eru afrakstur vinnu hjá nemendum í 5. bekk í myndmennt í þemanu Landnám Íslands. Rúnirnar eru fyrsti stafurinn í nöfnum nemenda.

Nánar
26 maí'20

Fréttir úr 4. bekk

Á myndinni til vinstri má sjá nemendur í 4. bekk í Kahoot en þar er hægt að setja inn allskonar spurningar og efni sem nemendur keppast svo við að svara í tölvum. Á hinni myndinni eru nemendur sem fengu afhent hvatningarverðlaunin í 4. bekk þetta ár. Óskum þeim innilega til hamingju : ) Fleiri myndir…

Nánar
20 maí'20

9. bekkur á Laugavatni

Nemendur okkar í unglingadeild eru á faraldsfæti þessar vikurnar en nú eru 9. bekkingar á Laugavatni í skólabúðum og skemmta sér konunglega saman. Krakkarnir koma heim á föstudaginn reynslunni ríkari : ) fullt af myndum er að finna í myndasafninu.

Nánar
15 maí'20

Gaman á Reykjum

Þessi fríði hópur 7. bekkinga hefur verið á Reykjum í Hrútafirði þessa vikuna. Þar hafa krakkarnir notið lífsins saman við áhugaverð verkefni og skemmtun. Þau koma heim í dag reynslunni ríkari.

Nánar