Helgileikur á sal
Í dag var hátíðleg stund þegar að ungir söngvarar og leikarar í 1. og 3. bekk stigu á svið og fluttu hin árlega helgileik sem hefð er komin fyrir í Sæmundarskóla. Við höfum sem fæst orð um það en bendum á að myndir frá atburðinum má finna á myndasafni og helgileikinn má sjá í heild…
NánarRauður dagur
Í gær var rauður dagur í Sæmundarskóla og stofur og gangar fylltust af rauðklæddum nemendum og starfsfólki. Þó að rauði liturinn hafi verið áberandi mátti inn á milli sjá í grænt og blátt og jafnvel glampa á gyllingar og annað skraut sem príddu peysur, húfur og önnur klæði. Hápunktur dagsins var þó hangikjötið sem fært…
NánarJólakaffi í 6. bekk
Í gær fengu nemendur í 6. bekk óvæntan glaðning þegar slegið var upp jólakaffi með heitu kakói, hljóðfæraleik, ljóðalestri og fleiru skemmtilegu. Ævar vísindamaður mætti á skjáinn og spjallaði við nemendur og fræddi eins og honum er einum lagið. Myndir frá þessum atburði má nú sjá í myndasafni skólans.
NánarSöngæfing hjá 1 bekk
Nemendur í 1. bekk æfa nú af kappi söng fyrir helgileikinn sem hefð er fyrir að halda í Sæmundarskóla í desember. Þegar englaraddir þeira berast um skólann leggja eldri nemendur við hlustir og komast í sannkallað jólaskap.
NánarHeimurinn að utan
Nemendur í 10. bekk fengu það verkefni fyrir stuttu að lesa kjörbók og semja ljóð um upplifun sína og tilfinningar samhliða lestrinum. Hér birtum við eitt af mörgum ljóðum sem fæddust í því verkefni. Höfundur er María Ósk Haraldsdóttir. Heimurinn að utan Ég sit við skrifborðið mitt á hljóðlátri nóttu, glugginn minn veitir mér aðgang…
Nánar5. bekkur saman í Kahoot
Í dag tóku nemendur í 5. bekk sig til með aðstoð kennara og nýttu sér tæki og tækni til samveru á fjarfundi og fóru í fræðandi spurningakeppni í Kahoot . Þau skiptu sér í mörg lið sem kepptu þó að þau væru stödd í þremur hópum á þremur svæðum á ólíkum stöðum í skólanum. Stofurnar…
NánarGul viðvörun á morgun 26.11.
Á morgun, 26. nóvember, er von á slæmu veðri og hefur veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 12:00 sem gildir til kl. 5 aðfaranótt föstudagsins 27. nóvember. Sjá hér: https://www.vedur.is/vidvaranir Hér má svo finna upplýsingar um viðbrögð við óveðri á íslensku, ensku og pólsku: https://shs.is/index.php/fraedsla/roskun-a-skolastarfi/
NánarLíf og fjör í 2. bekk
Síðustu vikur hafa verið skemmtilegar hjá 2.bekk. Nemendur hafa unnið allskonar verkefni. Í útikennslu lærðu börnin að telja tugi, æfðu sig að skrifa orð á gangstéttir og lærðu nöfnin á trjánum í umhverfinu. Inni í stofu æfði þau fingarsetningu á tölvu, fóru í samvinnuleiki, reiknuðu orðadæmi, lærðu um málsgreinar gegnum spil, æfðu sig að kubba…
NánarFjör, frost og frímínútur
Það var skemmtileg birtan í morgun þegar sólin tók að skríða upp austurhimininn og varpa geislum sínum yfir ísilagt Reynisvatnið þar sem nokkrir 6. bekkingar voru við leik með kennara sínum í kuldanum. Nú er spáð frosti næstu daga og því gott að vera vel klædd til að njóta sem best útiveru á fallegum vetrardögum.
NánarÍslenskuverðlaunin 2020
Íslenskuverðlaun unga fólksins 2020 voru afhent í dag á degi íslenskrar tungu. Meðal verðlaunahafa eru lestrarhestar, upplesarar, sagnahöfundar og ljóðskáld. Alls fengu 70 nemendur í 24 grunnskólum borgarinnar verðlaun og hafa aldrei verið fleiri. Í Sæmundarskóla fengu íslenskuverðlaunin að þessu sinni þær Eldey Myrra Karlsdóttir í 3. bekk, Peta Guðrún Hjartardóttir í 7. bekk og …
Nánar