Sigur í upplestrarkeppni!
Í gær kepptu þær Margrét Kolbrún og Rakel Kara í 7. bekk í stóru upplestrarkeppninni fyrir hönd Sæmundarskóla. Keppnin var fyrir skóla í Grafarholti, Árbæ og Norðlingaholti. Báðar stóðu sig frábærlega og svo fór að lokum að Rakel Kara tók sig til og sigraði keppnina!! Við erum ótrúlega stolt af þeim báðum og öllum okkar…
NánarVerðugir fulltrúar Sæmundarskóla
Í morgun voru þrír nemendur úr 7.bekk valdir sem fulltrúar Sæmundarskóla á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar, sem haldin verður í Árbæjarkirkju á fimmtudag í næstu viku. Nemendur hafa verið að æfa upplestur og framsögn markvist frá áramótum þar sem ávallt er haft að leiðarljósi að keppa að betri árangri í lestri, munnlegri tjáningu og framkomu. Fulltrúar…
NánarVerðlaunasögur
Í gær voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum verðlaun fyrir enskar smásögur í árlegri smásagnakeppni á vegum Félags enskukennara á Íslandi. Alls bárust í keppnina 65 smásögur frá 16 skólum á landinu og Sæmundarskóli var þar með. Okkur til gleði voru það tveir nemendur í 9. bekk Sæmundarskóla sem fengu 2. og 3. verðlaun…
NánarSigur á Sæmundarleikum!
Á öskudag fóru fram Sæmundarleikar þar sem nemendum skólans var skipt í hópa þvert á árganga og stýrt af nemendum af unglingastigi. Um allan skóla voru svo fjölbreyttar stöðvar með þrautum sem þurfti að leysa og safna stigum. Nú er búið að taka saman stigin fyrir hópana og sigurhópurinn er hópur 46. Hann er skipaður:…
NánarSæmundarleikar og vetrarleyfi
Á morgun miðvikudaginn 22. febrúar er öskudagur sem samkvæmt skóladagatali er skertur dagur. Nemendur mæta kl. 9:15 í skólann og skóla lýkur kl. 12:00. Gæsla er fyrir yngsta stig frá kl. 8:00 en nánari má lesa um það í pósti frá kennurum til foreldra. Á öskudaginn verða Sæmundarleikar í skólanum. Sæmundarleikar felast í því að…
NánarHjartað ræður för
Í dag var samvera í boði fyrsta bekkjar og var það í fyrsta skipti sem þessir nemendur stíga á svið og skemmta samnemendum sínum í skólanum. Þó að fyrir hafi verið mikill metnaður og vilji til að gera vel var það þó hjartað sem réð för í dansi og söng. Takk fyrir okkur, fyrsti bekkur!
NánarStund milli hríða
Ekki hefur veðrið leikið við okkur síðustu vikur og oft ekki séð út úr augum fyrir hríð og skafrenningi. En það rofar alltaf eitthvað til og stund gefst milli hríða þar sem vind lægir og sést til hækkandi sólar með fyrirheit um vorið sem koma skal. Þá verður leikur barnanna gleðilegri og brosin breiðari eins…
NánarLíf og fjör á samveru
Í dag endaði skólavikan á samveru í boði 2. bekkjar sem voru með sannkallaða gleðibombu. Allir skemmtu sér vel og húsfylli var af nemendum og starfsfólki sem skemmtu sér af lífi og sál. Það er ekki amalegt að fara inn í helgina með þessa gleði í hjarta!
NánarNý valnámskeið
Valnámskeið 4 í 9. og 10. bekk hefjast 6. febrúar og standa yfir til 24. mars. Nemendur geta valið úr fjölda námskeiða sem finna má á vef skólans hér: https://saemundarskoli.is/nam-og-kennsla/val/ Nemendur skoða vel hvað er í boði í samráði við foreldra og velja svo rafrænt hér: https://forms.gle/1BFthYMGjcgGvhfQ8
NánarForeldraviðtalsdagur á morgun
Nú fer að líða að lokum haustannar en henni lýkur með foreldraviðtölum sem verða á morgun fimmtudaginn 19. janúar. Að þessu sinni eru viðtölin nemendastýrð hjá öllum nemendum nema í 10. bekk þar sem viðtölin verða hefðbundin. Við vekjum athygli á því að þennan dag munu nemendur í 6. bekk selja vöfflur á miðrými, íþróttasalurinn…
Nánar