Skip to content
22 sep'21

Matseðill vikuna 27. september – 1. október

Erum að breyta matseðils kerfinu okkar og það er ekki komið í gegn ennþá, þannig að hér matseðill næstu viku Mánudagur: Rauðspretta með kartöflum, grænmeti og remúlaði. Ávextir Þriðjudagur: Tortillur með hakki, grænmeti, salsasósu, ostasósu, osti og sýrðum rjóma. Miðvikudagur: Plokkfiskur með grænmeti og rúgbrauði. Ávextir Fimmtudagur: Kjúklingaleggir með kartöflubátum, salati og kokteilsósu. Ávextir Föstudagur:…

Nánar
22 sep'21

Sæmundarhlaup – Viðurkenningar

Á myndinni má sjá stolta krakka í 3. bekk en þeir fengu ásamt öðrum viðurkenningarskjal fyrir góðan árangur í Sæmundarhlaupinu. Til hamingju öllsömul! Fleiri myndir hér

Nánar
22 sep'21

7. og 8. bekkur – Smiðjur

Það eru að hefjast nýjar smiðjur eftir helgi eða 28. september n.k. og standa þær yfir til 29. október. Hér má sjá hvað er í boði að þessu sinni;  Smiðja 2

Nánar
17 sep'21

Ofurhetjur yfir Reykjavík

Það svífa ofurhetjur yfir borginni þessa dagana en krakkarnir í 4. bekk eru að vinna þetta skemmtilega verkefni í Reykjavíkurþema í myndmennt. Fleiri myndir hér : https://saemundarskoli.is/myndaalbum/?sgdg-path-4813494d=1xnuFiXiI3uD5cnhHYkA-ZLdS1ZukDFmb/1GqG1sLYdEh52K2fU4-Aa8CC2_4OuTtSg

Nánar
14 sep'21

Fyrstu bekkingar í textílmennt

Hér má sjá stolta unga listamenn úr 1. bekk með fuglana sína. Fuglarnir eru úr dúskum sem  börnin gerðu sjálf en verkefnið unnu þau í textílmennt.

Nánar
13 sep'21

Litlir líffræðingar

Krakkarnir í 2. bekk eru í skordýra og áttfættlu þema og í tilefni af því fóru þeir út í nágrenni skólans og fundu  köngulær og skordýr til að  rannsaka undir stækkunargleri. fleiri myndir hér : )

Nánar
09 sep'21

Sæmundarhlaup

Það var yndislegt veður hér í holtinu í dag og kjörinn dagur fyrir Sæmundarhlaupið okkar. Nemendur í 1. – 6. bekk hlupu í kringum Reynisvatn meðan þau eldri hlupu og hjóluðu hring annarsstaðar í hverfinu. Fullt af skemmtilegum myndum af yngri börnunum komnar inn í myndasafnið. Fleiri myndir næstu daga.

Nánar
03 sep'21

Sæmundarhlaup og undirbúningsdagur kennara

Í næstu viku, fimmtudaginn 9. september fer Sæmundarhlaupið fram og er dagurinn skertur kennsludagur. Hlaupið er milli 10:00 og 11:00 og síðan er pylsupartý á skólalóðinni. Gæsla er fyrir nemendur í 1.-3. bekk, fyrir þá sem þess óska, milli kl. 8:00-10:00 og 11:45-13:40 í heimastofum. Aðrir nemendur mæta kl. 10:00 út á skólalóð. Föstudaginn 10.…

Nánar
31 ágú'21

þriðjudagsganga um skólann

Nemendur á yngsta- og miðstigi voru önnum kafinn við að vinna að fjölbreyttum verkefnum í morgun. Í smiðju voru nemendur að búa til sælgætisskammtara, baka bollakökur í heimilisfræði, þjálfa lesskilning  og teikna og mála í anda Kjarvals í myndmennt. Krakkarnir í 4. bekk lærðu um endurnýtingu og 3. bekkur var að vinna stærðfræðiverkefni m.a. í…

Nánar
25 ágú'21

Valgreinar í 9. og 10. bekk

Fyrsta valnámskeið skólaársins byrjar næsta mánudag og geta nemendur valið úr skemmtilegum og áhugaverðum námskeiðum hér.  Inn í skjalinu er slóð inn á valblaðið.

Nánar