Skip to content
20 okt'20

Vetrarfrí og starfsdagur

Á morgun miðvikudaginn 21. október er foreldradagur og daginn eftir hefst vetrarfrí. Athygli skal vakin á því að eftir að vetrarfríi líkur 27. október er starfsdagur og því hefst kennsla eftir stundaskrá ekki aftur fyrr en miðvikudaginn 28. október. Við vonum að allir hafi það sem best þangað til!

Nánar
16 okt'20

Bleikur dagur!

Í dag var bleikur dagur í Sæmundarskóla. Nemendur og starfsfólk skólans klæddust af því tilefni bleiku og skreyttu með bleiku til lýsa upp skammdegið og sýna öllum konum sem greinst hafa með krabbamein stuðning og samtöðu. Myndir frá deginum má nú finna í myndasafni skólans.

Nánar
08 okt'20

Val 2 í unglingadeild

Valnámskeið 2 hefjast 14. október og standa yfir til 3. desember. Eins og áður er áhersla er lögð á að nemendur velji valgreinar í samráði við foreldra og mikilvægt er að nemendur vandi val sitt. Ef þeir eru í vafa er þeim bent á að hafa samband við námsráðgjafa. 12 námskeið eru í boði að…

Nánar
02 okt'20

Brosandi bílasmiðir

Nemendur í öðrum bekk hafa ekki setið auðum höndum í smíðastofunni í haust. Það voru ófá handtökin sem fóru í saga, og raspa, pússa og skrúfa saman trébíla og byggja síðan bílabrautir til að keyra þeim eftir. Það má með sanni segja að tær gleði yfir vel unnu verki hafi skinið úr hverju andliti í…

Nánar
21 sep'20

Smiðjur

Eins og áður geta nemendur í 7. og 8. bekk valið sér smiðju á fjögurra vikna fresti eða alls átta sinnum yfir skólaárið. Í smiðjum eru m.a. list- og verkgreinar ásamt íþróttum. Smiðjurnar standa yfir í fjórar vikur og kennt er þrisvar í viku í 60 – 70 mínútur í senn. Við bendum foreldrum og…

Nánar
10 sep'20

Starfsdagur kennara

Á morgun föstudaginn 11. september er starfsdagur kennara í Sæmundarskóla. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundarskrá næsta mánudag.

Nánar
08 sep'20

Sultusérfræðingar framtíðarinnar

Sultugerð er ómissandi haustverk á mörgum heimilum. Um daginn fengu nemendur úr 7. og 8. bekk í heimilisfræði að sulta rifsber sem þau týndu sjálf á skólalóðinni. Það voru ófáar krukkurnar sem fóru heim þann daginn með upprennandi sultusérfræðingum. Myndir af þeirri vinnu má sjá í myndasafni.

Nánar
01 sep'20

Tilraunir í myndlist

Í síðustu viku nýttu nemendur fjórða bekkjar í myndmennt sér góða veðrið og fóru út að leita að efni fyrir sitt fyrsta verkefni. Þeir söfnuðu alskyns greinum og laufum, blómum og stráum sem þeir nýttu til að gera sér pensla. Penslarnir voru notaðir við málun og skemmtilegar tilraunir gerðar með efni og áferð.  Það má…

Nánar
28 ágú'20

Skólasetning 2020

Í upphafi viku fór fram skólasetning með öðru sniði en við erum vön. Fyrir utan þau börn sem voru að stíga sín fyrstu spor í skólanum komu nemendur nú án foreldra á skólasetningu. Allir hittu umsjónarkennara inn í sínum stofum þar sem farið var yfir skipulag komandi skólaárs og sitthvað gert öllum til skemmtunar. Boðið…

Nánar
20 ágú'20

Skólasetning mánudaginn 24. ágúst

Skólasetning verður kl. 9:00 á mánudaginn 24. ágúst fyrir nemendur í 2.-10. bekk. Nemendur hitta umsjónakennara án foreldra á sínum kennslusvæðum, fá stundatöflur og kynningu á skólastarfinu í vetur. Við gerum ráð fyrir að athöfn sé lokið kl. 9:30. Athugið að nemendur í 1. bekk mæta ekki á skólasetninguna heldur hitta umsjónarkennara með foreldrum sínum…

Nánar