Skip to content
08 apr'21

Annar bekkur lærir um speglun

Nemendur í 2. bekk gerðu þetta skemmtilega verkefni með perlum en þarna eru þeir eru að læra að spegla um spegilás þannig að myndin verði samhverf.

Nánar
06 apr'21

Valnámskeið 4 – 9. og 10. bekkur

Nú er komið að síðasta valnámskeiði vetrarins hjá nemendum í 9. og 10. bekk. Hér má sjá hvað er í boði að þessu sinni: https://saemundarskoli.is/wp-content/uploads/2021/04/val_namskeid_4.pdf

Nánar
06 apr'21

Níundi bekkur á Laugavatni

Dagana 22. – 24. mars síðastliðinn dvaldi 9. bekkur í skólabúðum UMFI að Laugarvatni. Vegna hertra sóttvarnarlaga þurfti hópurinn frá að hverfa fyrr en áætlað var. Tíminn var hinsvegar nýttur til hins ýtrasta við leik, störf, ný viðfangsefni og hópeflingu. Í myndasafnið eru komnar fullt af skemmtilegum myndum úr ferðinni og ekki annað að sjá…

Nánar
05 apr'21

Skólastarf hefst að nýju á morgun

Hlökkum til að hitta ykkur á morgun kæru nemendur en kennsla hefst kl 10.00 i fyrramálið. Stjórnendur og starfsmenn skólans funda og vinna að skipulagningu fram að því.

Nánar
24 mar'21

Hertar aðgerðir vegna Covid – Covid restrictions

Í ljósi nýjustu frétta um hertar aðgerðir vegna Covid-19 verður skólanum lokað fram að páskaleyfi og því enginn skóli á morgun fimmtudag né föstudag. Nemendur fara því í snemmbúið páskafrí þetta árið.  Boðað hefur verið til fundar með skólastjórum í kvöld og munum við upplýsa ykkur um leið og við vitum meira.  Ef þið þurfið…

Nánar
22 mar'21

Leiktími í 1. bekk

Það er svo  sannarlega mikilvægt að fá að leika í frjálsum leik þó maður sé kominn í skóla og þurfi að læra margt og mikið og kynnast skólaumhverfinu. Einsog sést á myndinni velja krakkarnir sér m.a. að dansa, byggja lego og leika með dýrin : )

Nánar
19 mar'21

Litafegurð og sköpunarkraftur

Þessar gullfallegu myndir unnu nemendur í 3. bekk hjá Agöthu í myndmennt. Agatha Sif Guðmundsdóttir er nemi og er búin að vera hjá okkur í vetur og er hún að klára meistaragráðuna sína. Krakkarnir notuðu pappaþrykk og þurrkrít í sköpunina. Fleiri myndir hér: https://www.facebook.com/saemundarskoli/photos/pcb.4049252611771840/4049251685105266/

Nánar
17 mar'21

Þemadagar og svo langþráð árshátíð

Árshátíð unglingadeildar verður haldin með pompi og prakt á fimmtudaginn með Las Vegas þema. En nú standa yfir þemadagar og í dag var „Goon dagur“ Alltaf fjör þar sem unglingarnir okkar eru annars vegar : )

Nánar
16 mar'21

Mjólk er best

Kolbrún París í 4. bekk var ein af 10 grunnskólanemum sem vann til verðlauna í teiknimynda samkeppni MS. 2000 myndir voru sendar inn og er 4. bekkurinn að springa úr stolti. Það komu 2 kökur til okkar og önnur þeirra fór á kennarastofuna : ) Takk fyrir okkur

Nánar
16 mar'21

Bækur um allt mögulegt

Nemendur í 6. bekk bjuggu til pappír í myndmennt sem síðan varð að fallegri bók. Bókina skreyttu þeir svo með fallegum myndum og texta allt eftir áhugaefni hvers og eins. Mikil vinna og metnaður lá að baki hverrar bókar eins og sést á myndunum : )

Nánar