Skip to content
29 maí'20

Rúnir og drekar

Þessar flottu rúnir eru afrakstur vinnu hjá nemendum í 5. bekk í myndmennt í þemanu Landnám Íslands. Rúnirnar eru fyrsti stafurinn í nöfnum nemenda.

Nánar
26 maí'20

Fréttir úr 4. bekk

Á myndinni til vinstri má sjá nemendur í 4. bekk í Kahoot en þar er hægt að setja inn allskonar spurningar og efni sem nemendur keppast svo við að svara í tölvum. Á hinni myndinni eru nemendur sem fengu afhent hvatningarverðlaunin í 4. bekk þetta ár. Óskum þeim innilega til hamingju : ) Fleiri myndir…

Nánar
20 maí'20

9. bekkur á Laugavatni

Nemendur okkar í unglingadeild eru á faraldsfæti þessar vikurnar en nú eru 9. bekkingar á Laugavatni í skólabúðum og skemmta sér konunglega saman. Krakkarnir koma heim á föstudaginn reynslunni ríkari : ) fullt af myndum er að finna í myndasafninu.

Nánar
15 maí'20

Gaman á Reykjum

Þessi fríði hópur 7. bekkinga hefur verið á Reykjum í Hrútafirði þessa vikuna. Þar hafa krakkarnir notið lífsins saman við áhugaverð verkefni og skemmtun. Þau koma heim í dag reynslunni ríkari.

Nánar
13 maí'20

Ávextir og litagleði

Krakkarnir í 2. bekk unnu litríkar myndir í myndmennt í heilsuþema. Þeir unnu með olíupastel og lögðu áherslu á ljós og skugga í myndunum : )

Nánar
11 maí'20

4. bekkur í gönguferð

Nemendur í 4. bekk fengu sér hressandi gönguferð á dögunum enda lítið mál að finna góðar gönguleiðir í yndislegri náttúrunni í nágrenni skólans. Fleiri myndir í myndasafninu.

Nánar
29 apr'20

Útivera í fallegu en svölu veðri

Hluti af nemendum í 2. bekk skelltu sér í göngu upp á heiði og nutu þess að leika sér og borða nesti úti.  Fleiri myndir er að finna í myndasafninu.

Nánar
21 apr'20

Blómstrar í bogfimi

Það er svo gaman að fylgjast með nemendum sem eru að blómstra og það er hún Marín Anita nemandi í 10. bekk svo sannarlega að geraí bogfiminni. Hér má hlusta á viðtal við hana  : ) ://www.ruv.is/sjonvarp/spila/ithrottir/25993/8ktcfg/16-ara-islandsmeistari-i-sveigboga?fbclid=IwAR0drfxcIv2i770ID32BpkHLXIXamyFViVLkRdRlRju8Jtbrbq5zHStsi_w

Nánar
18 apr'20

Gagnlegir tenglar fyrir nemendur og foreldra

Hér fyrir neðan má finna tengla á heimasíðunni með efni sem geta nýst nemendum við námið ásamt öðru fróðlegu og áhugaverðu fyrir foreldra og nemendur. Fleiri tenglar munu koma inn næstu daga : ) https://saemundarskoli.is/foreldrar/gagnlegir-tenglar/

Nánar