Útskriftarárgangur
Það eru komnar inn myndir sem voru sýndar á útskriftinni frá skólagöngu 2006 árgangsins.
NánarÚtskrift 10. bekkjar
Í dag kvöddum við fríðan hóp nemenda sem voru að ljúka 10. bekk og þar með grunnskólanum sínum og mörg þeirra búin að vera í Sæmundarskóla frá 6 ára aldri. Þetta var skemmtileg og hátíðleg stund þar sem við fengum að hlýða á fallegt tónlistaratriði og skemmtilegar ræður frá skólastjóra, nemendum og kennurum. En nú…
NánarGaman á útidögum
Fullt af skemmtilegum myndum frá útidögum, Nauthólsvík, leikir upp á heiði, fjöruferð og bæjarferð
NánarNemendaverðlaun
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur veitir á hverju vori viðurkenningu til nemenda í grunnskólum borgarinnar. Einn nemandi eða nemendahópur í hverjum skóla er tilnefndur og fær viðurkenningu. Markmið verðlaunanna er að hvetja nemendur til að leggja sig enn betur fram til að skara fram úr í námi, í félagsstarfi eða í skapandi starfi. Jóna Birna Kjartansdóttir…
NánarÓskilamunir
Allir óskilamunir eru komnir í herbergi inn af fatahengi yngsta stigs. Það verður hægt að vitja þeirra á skrifstofutíma fram til 10. júní.
NánarMánudagsfrí
Nú er hvítasunnuhelgin framundan og því frí frá skóla mánudaginn 6. júní, annan í hvítasunnu.
NánarLokaverkefni 10. bekkjar nemenda
Eins og ávallt voru lokaverkefni nemenda fjölbreytileg og unnin af miklum metnaði. Nemendur unnu saman í litlum hópum og kynntu sér málefni sem þeim fannst spennandi og áhugaverð og útkoman var glæsileg. Verkefnin voru m.a. um vaxtarækt, tölvur, fatahönnun og skiptinám svo eitthvað sé nefnt. Fleiri myndir er að finna hér
NánarSkólaslit
Skólanum verður slitið þann 8. júní kl. 10:00 Nemendur kveðja kennarana í skólastofunum og að því loknu verður smá fagnaðarstund á skólalóð. Ekki verður gæsla þennan dag og við reiknum með að yngri nemendur séu í umsjón foreldra sinna og að þeir fylgi börnum sínum í stofur og út á lóð.
NánarStutt skólavika framundan
Það eru einungis 3 skóladagar í næstu viku en á fimmtudaginn 26. maí er uppstigningardagur og föstudaginn 27. maí er undirbúningsdagur kennara.
NánarLógóið mitt
Þessi flottu lógó gerðu nemendur í 7. og 8. bekk myndmenntasmiðju. Þeir unnu út frá nafninu sínu eða áhugamáli : ) Fleiri myndir hér
Nánar