Skip to content
06 des'19

Heimsókn á Árbæjarsafn

Krakkarnir í 5. bekk heimsóttu Árbæjarsafn í vikunni og fræddust um íslenskar hefðir og liðna tíð. Margt kom þeim spánskt fyrir sjónir en öllum þótti ferðin bæði fræðandi og skemmtileg. Fleiri myndir í myndasafninu.

Nánar
05 des'19

Hátíðlegt í Sæmundarskóla

Fallegi og hátíðlegi helgileikurinn okkar var sýndur á sal í dag. Nemendur í 1. og 3. bekk  sungu og lásu upp af mikilli fagmennsku og Margrét tónlistarkennari spilaði svo listavel undir á harmonikku. Fleiri fallegar myndir er að finna í myndasafninu.

Nánar
03 des'19

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins heimsótti 3. bekkinga

Slökkviliðsmennirnir fræddu börnin um ýmislegt tengt eldvörnum, ræddu um reykskynjara, útgönguleiðir og fleira. Þetta er góð áminning fyrir  foreldra að fara yfir þessi mál með börnunum því öll viljum við vera með þetta á hreinu.

Nánar
29 nóv'19

Skemmtileg samvera

Þessi glæsilegi hópur nemenda í 5. bekk setti upp leikritið Hlina Kóngsson og sýndu á sal á samveru í dag. Leikararnir fóru á kostum og skemmtu þeim sem á horfðu. Sýningin var góð byrjun á helginni : )

Nánar
26 nóv'19

Kyrralífsmyndir

Þessar frábæru kyrralífsmyndir unnu nemendur í 7. og 8. bekk í myndmenntasmiðju. Verkin eru unnin á þakpappa sem er grunnaður og síðan málaður með akrýllitum. Krakkarnir notuðu pensla, kreditkort og spaða til að mála með : ) Fleiri myndir er að finna í myndasafninu.

Nánar
25 nóv'19

Ný námskeið í vali að hefjast

Nú þurfa nemendur í 9.-10. bekk að velja sér námskeið í valinu. Ný námskeið hefjast mánudaginn 2. desember og standa yfir til 30. janúar. Hægt er að velja sér námskeið í gengum slóðina efst í skjalinu hér að neðan, en einnig verður slóðin send nemendum í google classroom. Valnámskeið 3

Nánar
25 nóv'19

Dans, fimleikar, brandarar og fleira skemmtilegt

Á myndinni má sjá glæsilegan hóp nemenda í 2. bekk sem skemmtu okkur á föstudaginn á samveru. Þeir buðu okkur uppá dans, fimleika, brandara og fleira skemmtilegt. Takk fyrir okkur : ) Fleiri myndir er að finna á í myndasafninu.

Nánar
22 nóv'19

Þingmenn framtíðarinnar

Í vetur hafa nemendur 10. bekkjar verið í stjórnmálafræði í samfélagsfræðinni. Föstudaginn 1. og 8. nóvember fóru þeir svo á Skólaþing. Þar tóku nemendur þátt í hlutverkaleik og æfðu sig í hefðbundnum þingstörfum. Ferðin gekk vel og stóðu krakkarnir sig með prýði. Hugtökum var beitt af þekkingu, nefndarstörf gengu vel og ræðumenn þingflokka fóru á…

Nánar
21 nóv'19

Sæmundarhlaup – viðurkenningar

Sæmundarhlaupið var fyrir nemendur í 1- 6. bekk. Hlaupið var í 30 mínútur og skráðu kennarar úr hverjum árgang niður hvað hver og einn nemandi hljóp mikið. Það voru veitt verðlaun fyrir þá nemendur sem hlupu mest úr hverjum árgang. Svo voru veitt bekkjarverðlaun í formi bikars.  6. bekkur hafði sigur en sá árgangur hljóp…

Nánar
21 nóv'19

Sparinesti og snjalltæki

Krakkarnir í 4. bekk fengu pökkaverðlaun í dag og völdu sér að koma með sparinesti og snjalltæki. Kósýstund hjá þeim : ) Fleiri myndir er að finna í myndasafninu.

Nánar