Skip to content

Framtíðin er björt

Í gær útskrifaðist glæsilegur hópur nemenda frá Sæmundarskóla. Það var ótrúlega gaman að sjá þau öll saman kominn í sínu fínasta pússi svo spennt og glöð fyrir framtíðinni. Bára Katrín flutti frumsamið lag og ljóð, Matthildur Birta fór með frumsamið ljóð og Baldur Rökkvi og María Dagmar fluttu kveðjuorð nemenda.  Skólastjóri og kennarar kvöddu nemendur líka á hjartnæman hátt. Nú halda þau á vit nýrra ævintýra og við kveðjum þau með söknuð í hjarta. Fleiri myndir er að finna hér: https://saemundarskoli.is/myndaalbum/?sgdg-path-4813494d=1PwqMVB4l1CEecV7ZLoY3-570kX0PPqtf