Skip to content

Fræðandi ferð á Lava safnið

Nemendur í 5. bekk eru að að læra um Ísland í náttúru- og samfélagsfræði og fóru af því tilefni ásamt kennurum á Lava safnið á Hvolsvelli. Á safninu er fræðslu- og upplifunarsýning en tilgangur sýningarinnar er að miðla grunnfræðslu um eldvirkni og jarðskorpuhreyfingar á Íslandi. Nemendur horfðu á fræðslumynd og fengu svo að skoða þetta frábæra og fræðandi safn. Fleiri myndir er að finna í myndasafninu.