Skip to content

Foreldraviðtalsdagur á morgun

Nú fer að líða að lokum haustannar en henni lýkur með foreldraviðtölum sem verða á morgun fimmtudaginn 19. janúar. Að þessu sinni eru viðtölin nemendastýrð hjá öllum nemendum nema í 10. bekk þar sem viðtölin verða hefðbundin. Við vekjum athygli á því að  þennan dag munu nemendur í 6. bekk selja vöfflur á miðrými, íþróttasalurinn verður opinn og hægt verður að líta við í list- og verkgreinaálmu. Ekki verður posi í vöfflusölunni og því mikilvægt að grípa með laust fé til að greiða fyrir vöfflurnar.

Kennsla hefst aftur samkvæmt stundatöflu á föstudaginn 20. janúar.