Skip to content

Foreldrafélag Sæmundarskóla

Á heimasíðu Menntasviðs Reykjavíkurborgar er að finna eftirfarandi upplýsingar um foreldrafélög:

Starfsfólki skóla er skylt að efla samstarf skóla og heimila með fræðslu og
upplýsingum til foreldra. Foreldrar geta stofnað foreldrafélög. Hlutverk þeirra
eru að styðja skólastarfið, efla tengsl foreldra við skólana og standa fyrir félagslífi. Foreldrafélögin vinna líka að uppbyggingu bekkjarstarfs. Þar eru bekkjarfulltrúar mikilvægir. Þeir eru kosnir af foreldrum eða tilnefndir í samráði við fyrri bekkjarfulltrúa, minnst tveir fyrir hvern bekk. Bekkjarfulltrúar boða til fundar á haustin og skipta verkefnum milli foreldra. Þeir eru tengiliðir bekkjarkennara við foreldra og er ætlað að tryggja gott samstarf þar á milli. Þeir eru einnig tengiliðir bekkjarins við foreldrafélög og foreldraráð skólans.

Markmið foreldrafélags

  • að styðja við skólastarfið
  • stuðla að velferð nemenda skólans
  • efla tengsl heimilis og skóla
  • hvetja til virkrar þátttöku forráðamanna í skólastarfi
  • hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu
  • Stjórn foreldrafélagsins gerir sér verkefnaskrá fyrir hvert ár og er hún birt á heimasíðu skólans þegar hún er tilbúin. Nöfn og netföng verða færð inn eftir aðalfund foreldrafélagsins í haust.

 

Handbók foreldrafélaga grunnskóla

Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða. Hér getur þú nálgast sem pdf skjal. Handbók foreldrafélaga grunnskóla.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fréttir úr starfi

Vetrarfrí og starfsdagur

Á morgun miðvikudaginn 21. október er foreldradagur og daginn eftir hefst vetrarfrí. Athygli skal vakin á því að eftir að vetrarfríi líkur 27. október er starfsdagur og…

Nánar