Foreldradagur á morgun fimmtudag
Á morgun fimmtudaginn 20. janúar eru foreldraviðtöl í Sæmundarskóla og því engir nemendur í skólanum. Viðtölin munu fara fram á rafrænan hátt eða í gegnum síma og hafa umsjónarkennarar skipulagt viðtölin í samvinnu við foreldra.