Skip to content

Fjör, frost og frímínútur

Það var skemmtileg birtan í morgun þegar sólin tók að skríða upp austurhimininn og varpa geislum sínum yfir ísilagt Reynisvatnið þar sem nokkrir 6. bekkingar voru við leik með kennara sínum í kuldanum. Nú er spáð frosti næstu daga og því gott að vera vel klædd til að njóta sem best útiveru á fallegum vetrardögum.