Skip to content

Drekafléttur

Eins og oft áður tengja nemendur verkefni sín í list og verkgreinum við þau þemu sem unnið er með hverju sinni í skólanum. Um daginn unnu nemendur í 5. bekk skemmtilegt verk í myndmennt tengt miðaldaþema. Þeir unnu upphafsstafinn sinn í rúnaletri og skreyttu að hætti víkingatímans með drekafléttu.